is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6646

Titill: 
 • Staðfæring Íslands sem áfangastaðar ferðamanna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þegar hræðsla kemur fram í garð ferðaþjónustunnar eins og gerðist við eldgosin á Suðurlandi árið 2010 fer höfundur að velta fyrir sér hvort þessir atburðir hafi áhrif á staðfæringu landsins
  og hvort eldgos breyti einhverju um það. Ef sú viðvarandi hætta á náttúruhamförum sem fyrir finnst á Íslandi er ekki hluti af þeim hugmyndum sem staðfæring Íslands sem áfangastaðar
  ferðamanna hefur gefið erlendum aðilum er þá verið að nálgast hana rétt.
  Gerð var eigindleg rannsókn í formi viðtala með þátttöku fagaðila ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna. Niðurstöðurnar voru bornar saman við erlendar rannsóknir Stanley
  Plog´s og bent á leiðir til úrbóta. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þann hóp ferðamanna sem sækir Ísland heim
  megi flokka til hægri hliðar persónuleikagerða kúrfu Plog´s. Sækist hann aðallega eftir óspilltum og áhrifamiklum áfangastöðum sem njóta má í fámenni og upplifa á einstakan hátt.
  Þetta fólk er ævintýrasækið og finnst eldgos gera landið áhugaverðara en ella. Staðfæring Íslands ætti samkvæmt þessu að byggjast á þáttum á borð við þá sem nefndir voru hér að
  framan þ.e.a.s. að Ísland sé lítt spilltur áfangastaður sem bjóði upp á fámenni og einstakar upplifanir. Setja þarf markmið t.d. hvað varðar þolmörk á fjölda ferðamanna til landsins með
  tilliti til þeirra hópa ferðamanna sem miða á markaðssetningu landsins við til framtíðar en kenningar Plog´s geta nýst við það.

Samþykkt: 
 • 20.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Elísabet Ásta Magnúsdóttir.pdf704.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna