is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6647

Titill: 
 • Mannauður sprotafyrirtækja. Um aðkomu mannauðsstjórnunar að sprotafyrirtækjum
 • Titill er á ensku The human resources in start-ups. On the participation of human resource management in start-up companies.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi byggir á megindlegri rannsókn sem gerð var um aðkomu mannauðsstjórnunar að íslenskum sprotafyrirtækjum. Þátttakendur voru fimmtíu stjórnendur sprotafyrirtækja og fimmtán stjórnendur fyrirtækja komnum af sprotastigi. Megintilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á forsendur fyrir aðkomu mannauðsstjóra að sprotafyrirtækjum og skoða vel undirbúning, þekkingu, reynslu, þörf og viðhorf slíkra fyrirtækja gagnvart ráðgjöf og stuðningi á sviði mannauðsstjórnunnar. Markmiðið var að skoða hversu mikið þurfi að undirbúa mannauðsstjóra fyrir aðkomu að sprotafyrirtækjum, annars vegar út frá námi í mannauðsstjórnun og hins vegar atvinnulífi með það fyrir augum að efla uppbyggingu sprotafyrirtækja og jafnræði almennt í íslensku atvinnulífi ásamt því að bæta þekkingu og gildi þeirra innan mannauðsstjórnunarnámsins og fagsviðsins. Sú rannsóknar-spurning sem leitast var við að svara er: Hvernig geta sprotafyrirtæki, þrátt fyrir smæð og takmarkað fjármagn, nýtt sér mannauðsstjórnun og svið hennar í uppbyggingar-ferli sínu?
  Fræðileg sjónarmið rannsóknarinnar byggðust á stjórnunarkenningum um stefnumiðaða mannauðsstjórnun, einnig var bakgrunnur sóttur til rannsókna og skrifa um nýsköpun, frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Notast var við megindlega rannsóknar-aðferð og tölfræðilega úrvinnslu gagna.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að stjórnendur sprotafyrirtækja voru jákvæðir gagnvart því að nýta sér ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar. Þeir litu einnig á mannauðsstjórnun sem mögulegan þátt í uppbyggingarferli og velgengni sprota-fyrirtækja, þrátt fyrir smæð þeirra og takmarkað fjármagn. Stjórnendur fyrirtækja sem eru komin af sprotastigi töldu mannauðsstjórnun nauðsynlegan þátt í uppbyggingu sprotafyrirtækja.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper is based on a quantitative research carried out with Icelandic start-up companies. Participants were managers of sixty five companies, fifty start-up companies and fifteen companies that have evolved from the startup phase. The main object of the research was to shed light on the participation of human resource management in start-up companies and to review the preparation, knowledge, experience, need for and view towards consulting and support from the field of human resource management. The aim was first of all to get a clearer picture of how well human resource managers need to prepare for their participation in start-up companies, from the educational viewpoint as well as from the view of the market, with the intent to support the development of start-up companies. Secondly to possibly increase equality in the Icelandic economy and finally to increase the knowledge of and validity of start-up companies within the field of human resource management and studies.
  The question of the research was: How can start-up companies, despite their small size and limited capital, apply human resource management in their build-up process?
  The theoretical viewpoint of the research was based on management theories on strategic human resource management, as well as research and publications on innovation, entrepreneurs and start-up companies. The study was based on quantitative research and statistical analysis of its data.
  The main results were that managers of start-up companies were positive regarding the use of human resource management based counselling. They also viewed human resource management as a possible factor in the build-up process and success of start-up companies, despite their small size and limited funds. Managers of companies that have evolved from being a start-up into becoming a successful company, considered human resource management to be an essential factor in the development of start-up companies.

Samþykkt: 
 • 21.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd.pdf1.89 MBLokaðurHeildartextiPDF