is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6657

Titill: 
  • www.24.is : viðskiptaáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • www.24.is hugmyndin gengur út á þróun og opnun á vefsíðu með ókeypis smáauglýsingar fyrir notuð ökutæki með aðaláherslu á einkamarkað. Á sama vef verður fréttaveita fyrir ökutæki, nýjungar þeim tengdum og lífsstíl sem þeim fylgir.
    Skýrsluhöfundur byrjaði á því að skilgreina þörfina fyrir vöruna og komst að því að framboð á slíkum vefjum er lítið og þeir vanþróaðir. Þörfina skilgreinir skýrsluhöfundur hins vegar sem
    mjög mikla með mikla vaxtamöguleika. Næst var samkeppnisumhverfið skoðað, markaðsumhverfi og innkoma á markaði skilgreind, stefnumótun, stjórnun og skipulag hugmyndarinnar er síðan sett fram í skýrslunni.
    Niðurstaða skýrslunnar er sú að mikil tækifæri eru í innkomu með slíka vöru á markað á þessum tímapunkti. Innra umhverfi hagkerfisins og tæknilegir drifkraftar þess hentar sérstak-
    lega vel í dag til markaðssetningar á vörunni til að efla einkamarkaði í það sem þekkist á þróuðum mörkuðum erlendis sem felast í mjög stórum skilvirkum einkamörkuðum drifna
    áfram á veraldarvefnum. www.24.is stefnir að því að ná í sína fyrstu viðskiptavini með góðum innri undirbúningi og
    markvissri auglýsingasmölun af vefjum samkeppnisaðila og byggja þannig upp frá fyrsta degi öflugan grunn sem eftirsókn verður í.
    Áætlanir gera ráð fyrir að jákvætt greiðsluflæði náist í upphafi þriðja starfsárs og verður hagnaðarvon að teljast ágæt m.v. óverulega fjárhagslega áhættu af verkefninu.

Samþykkt: 
  • 21.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
www 24 is FINAL.pdf2.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna