is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6659

Titill: 
 • Hvert er viðhorf neytenda á Íslandi til eigin vörumerkis með tilliti til verðs og gæða?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á mat- og heimilisvörumarkaði eru tvenns konar vörumerki ríkjandi, annars vegar almenn vörumerki (e. manufacture label brand) og hins vegar eigin vörumerki (e.private label brands). Eigin vörumerki eru frábrugðin almennum vörumerkjum þar sem
  eigendur eigin vörumerkis eru smá- eða heildsalar sem setja vörur sínar á markað í einkadreifingu í stað þess að sjá um framleiðslu hennar.
  Rannsóknarefni ritgerðarinnar var að kanna viðhorf íslenskra neytenda til eigin vörumerkis með tilliti til verðs og gæða. Með því var leitast til þess að kanna viðhorfið út frá vídd (e. dimension) verðmeðvitundar neytenda en víddin samanstendur af þremur áhrifaþáttum verðmeðvitund, virðismeðvitund og sambandi verðs og gæða. Þá var einnig litið til áhrifaþátts almenns viðhorfs neytenda til eigin vörumerkis.
  Meðal fyrri rannsókna sem höfundur kynnti sér við undirbúningsvinnu að rannsókn þessari má nefna rannsókn Burton (1998). Í þeirri rannsókn er viðhorf neytenda meðal
  annars kannað út frá sömu vídd og höfundur styðst við. Niðurstöður rannsóknar Burton (1998) voru á þá leið að jákvætt viðhorf neytenda gætti til eigin vörumerkis út frá vídd verðmeðvitundar. Í þessari rannsókn eru settar fram tilgátur hvers áhrifaþáttar fyrir sig og niðurstaða fengin út frá fræðilegri uppbyggingu áhrifaþáttanna og niðurstöðum
  viðhorfskönnunarinnar.

  Með megindlegri rannsóknaraðferð var frumgögnum safnað saman til þess að byggja upp fræðilegan grunn að rannsókninni og loks var frumgögnum safnað með viðhorfskönnun sem send var út í formi tölvupósts til allra stað- og fjarnema við Háskólann á Bifröst.
  Meginniðurstöður voru þær að verð vara skipti svarendur minna máli en höfundur hafði ætlað. Þá töldu svarendur að gæði vara væri mikilvægara við kaup á mat- og heimilisvöru heldur en verð og einnig kom fram að verð á mat- og heimilisvöru segði
  ekki til um gæði þeirra.
  Með hliðsjón af niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar mætti ráðleggja forsvarsmönnum eigin vörumerkis að leggja meiri áherslu á gæði vara í stað þess að einblína á verð þeirra þar sem túlka má niðurstöður könnunarinnar á þann veg að neytendur telja að gæði mat-og heimilisvara skiptir jafnt ef ekki meira máli en verð þeirra.

Samþykkt: 
 • 21.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6659


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal_BS Vilhelm Baldvinsson.pdf993.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna