is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6660

Titill: 
 • Þróun háskólaumhverfis á Íslandi - staðan 2010 : yfirvofandi breytingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í kjölfar atburða síðustu ára á fjármálamarkaðnum er ljóst að víða er þörf á hagræðingum. Þar er háskólasamfélagið engin undantekning en frá árinu 2008 hafa háskólarnir verið krafðir um
  mikinn samdrátt í rekstri og mun sú krafa aukast næstu árin. Í þessari ritgerð er kannað hver þróun háskólasamfélagsins hefur verið síðasta áratuginn en hún virðist hafa verið afar hröð og
  þanist upp úr öllu valdi. Þessi vöxtur hér á landi er settur í samanburð við þróun þessara mála í löndum sem Ísland ber sig gjarnan saman við á þessu sviði. Markmið ritgerðarinnar er að
  skoða og meta tillögur til hagræðingar og er þá sérstaklega litið til tveggja skýrslna sem vinnuhópar á vegum menntamálaráðuneytisins unnu og kynntu þann 25. maí árið 2009.
  Vænlegasta leiðin til sparnaðar virðist vera sameiningar ásamt aukinni margþættri samvinnu innan háskólakerfisins og er það ályktun aðila á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Samkvæmt þeirri umfjöllun sem hefur átt sér stað vorið 2010 á
  opinberum vettvangi má vænta mikilla breytingar á háskólastigi á þessu ári og næstu árum. Í ritgerðinni eru einnig dregnar saman opinber umræða og hugmyndir aðila háskólanna sem hafa komið fram á siðustum misserum. Umræða um hugsanlegar leiðir í endurskoðunarvinnu á háskólastigi hefur átt sér stað á bak við tjöldin síðustu tvö ár án þess að virðast hafa borið
  mikinn ávöxt þar sem málið er bæði margþætt og krefst róttækra breytinga sem sumar hverjar geta hugsanlega ekki fallið öllum í geð. Hvað sem öðru líður stendur menntakerfi á háskólastigi frammi fyrir niðurskurði í ár og næstu ár sem þarf að mæta með einhverjum hætti ásamt því að beturumbæta þarf heildarstefnu á
  þessu menntunarstigi til framtíðar.

Samþykkt: 
 • 21.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Lisa Solonsdottir - BS ritgerd - forsida.pdf39.2 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Inga Lisa Solonsdottir - BS ritgerd - efni.pdf501.03 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna