is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6667

Titill: 
 • Hagnýt greining á samtarfslíkönum skólakerfis og liststofnana, barnamyndasafni, barnalistahátíð og barnamenningarmiðstöð, umhverfi þeirra og stjórnun
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Nýleg rannsókn Anne Bamford um gæði listkennslu sem gerð var fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands sýnir að þrátt fyrir góða kennslu í listnámi grunnskóla er þeim kennsluþætti er lýtur að sýningu verka og gagnrýni mjög ábótavant. Mikilvægt er að bregðast við þeim niðurstöðum og er þessari ritgerð ætlað að vera innlegg í þá umræðu.
  Í ritgerðinni er sett fram sú tilgáta að hægt sé að auka gæði listkennslu í grunnskólum á þessum sviðum með breyttu skipulagi í samskiptum grunnskóla og liststofnana. Notuð var
  tilviksrannsókn (e. case-study) og skoðaðar þrjár stofnanir í þessum tilgangi. Sparkbarnalistahátíðin í Leicester á Englandi (e. The Spark Children‟s Arts Festival), Sænska barnamyndasafnið í Eskilstuna í Svíþjóð (sæ. Svenska barnbildarkivet) sem rekið er sem hluti Listasafns Eskilstuna og Barnamenningarmiðstöðvar Eskilstuna (sæ. Eskilstuna Barnkultur-
  center) sem Sænska barnamyndasafnið var áður hluti af. Þessar stofnanir hafa hvor í sínu landi bætt umtalsvert sýningar- og gagnrýnihluta listkennslu, í samstarfi sínu við grunnskóla
  og aukið sýnileika barnalistsköpunar í samfélaginu.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá tilgátu sem sett er fram að því leyti að hægt er að nota ákveðna þætti í samstarfslíkönum skóla og þeirra stofnana sem rannsakaðar voru til að tengjast ákveðnum vaxtarsprotum sem er nú þegar að finna á Íslandi til þess að auka gæði sýningar- og gagnrýnihluta listkennslu. Íslenskt rekstrarumhverfi er, samkvæmt niðurstöðum
  rannsóknarinnar, nægjanlega líkt ensku og sænsku umhverfi til að yfirfærslugildi sé hátt. Þess vegna má ætla að hægt sé að nýta þá reynslu sem þessar erlendu stofnanir búa yfir til að ná
  svipuðum markmiðum á Íslandi. Ekki er mælt með einu sérstöku samstarfslíkani skóla og listastofnana heldur ákveðinni blöndu af því besta úr líkönunum sem voru til skoðunar ásamt
  því að styrkja og tengja þá vaxtarsprota breytinga sem eru að birtast hérlendis í átt að bættri kennslu í sýningar- og gagnrýnihluta listkennslu grunnskóla. Vaxtarsprota sem gætu með
  réttri stýringu, skipulögðu samstarfi sín á milli og innleiðingu ákveðinna nýjunga leitt til farsælustu niðurstöðu að mati höfundar.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2011 (mars)
Samþykkt: 
 • 21.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin í Skemmuna.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna