en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6670

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttindagæsla : hlutverk og störf trúnaðarmanna fatlaðra og þekking starfsmanna á heimilum fatlaðs fólks á embættinu.
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefni þetta fjallar um réttindagæslu með hliðsjón af störfum og hlutverki trúnaðarmanna fatlaðra og þekkingu starfsfólks á heimilum fólks með þroskahömlun á því embætti. Einnig er ætlunin að kynna fræðslu og upplýsingaskyldu þroskaþjálfa til starfsmanna á heimilum fólks með þroskahömlun. Í verkefninu er farið yfir hlutverk og störf trúnaðarmanna fatlaðra og hlutverk starfsfólks á heimilum fólks með þroskahamlanir. Einnig má líta niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsfólks á heimilum fatlaðra, um þekkingu þeirra á embætti trúnaðarmanna fatlaðra og hvaðan þeim finnst fræðslan um embættið eigi að koma. Verkefnið var unnið samkvæmt megindlegum rannsóknaraðferðum (quantitative). Í könnuninni tóku þátt 21 starfsmaður á sjö heimilum fólks með þroskahömlun, þar sem úrtak var valið lagskipt og handahófskennt.
    Hlutverk trúnaðarmanna fatlaðra er að gæta hagsmuna þeirra sem búa á sambýlum, áfangastöðum og á vistheimilum fyrir fötluð börn. Hann starfar eftir þeim almennum lögum sem gilda í landinu og sérlögum eins og lögum um málefni fatlaðra. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að flestir starfsmenn vita hlutverk trúnaðarmanna fatlaðra og vilja að fræðsla um hann komi frá næsta yfirmanni, en allir yfirmenn þeirra sem þátt tóku eru þroskaþjálfar. Það kom í ljós að samkvæmt starfskenningu þroskaþjálfa ber honum að viðhalda þekkingu sinni og miðla henni áfram, sem bendir til þess að það sé í höndum þroskaþjálfa að viðhalda og sinna fræðslu innan síns starfsstaðar.

Accepted: 
  • Oct 22, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6670


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Arna, Sólborg. Titilsíða, ágrip, formáli_pdf.pdf108.81 kBOpenForsíðaPDFView/Open
Arna, Sólborg.Efnisyfirlit, meginmál_pdf.pdf568.87 kBOpenMeginmálPDFView/Open