en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6672

Title: 
  • is Kynbundinn munur hjá leikskólabörnum, hverjir eru helstu áhrifaþættir ?
Submitted: 
  • June 2010
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á það í hverju kynbundinn munur felst hjá leikskólabörnum og er þetta lokaritger mín til B.Ed. prófs. Það er löngu vitað að munur er á milli kynja og að þann mun megi rekja til bæði líffræðilegra þátta og félagsmótandi afla, því mun ég gera ýtarleg skil á þeim mun í fyrstu tveimur köflum þessarar ritgerðar. Á leikskólaárunum er leikurinn ein helsta náms og þroskaleið barnsins. Þess vegna er mikilvægt að kanna hvort beri á kynbundnum mun í leik þeirra. Þriðji kaflinn verður tileinkaður því, í kjölfarið fylgir umræða um hlutverk leikskólakennarans hvað varðar kyn og uppeldi. Í lokin verður stutt samantekt á megininntaki ritgerðarinnar auk umræðna og áhugaverðra vangaveltna sem upp komu við skrifin og í samtölum við leiðsagnarkennara.
    Helstu niðurstöður eru þær að það er þegar á heildina er litið lítill munur á milli kynja nema í vissum þáttum. Líffræðilegur munur milli kynja er hvað greinilegastur þegar litið er til heilastarfssemi þeirra. það hefur vissulega sín áhrif á þau í leik og starfi og því er gerð skil í þessari ritgerð. Þegar kynbundinn munur er kannaður virðast félagsmótandi öfl vera sterkari áhrifavaldur heldur en sá líffræðilegi. Félagahópurinn og fyrirmyndi sem börnin hafa í sínu umhverfi verða að einhverju leiti rótgróinn hlut af sjálfsmynd þeirra. Einnig kom í ljós að leikskólakennarinn er í lykilstöðu hvað varðar kyn og uppeldi. Hann getur haft áhrif á þróun skólastarfsins með beinum og óbeinum hætti. Hann getur nýta sér þekkingu á kynjamun við skipulagningu starfsins. Það er þó mikilvægt að hann láti ekki allt starfið snúast í kring um þennan mun, því með kynjunum er meira líkt en ólíkt.

Accepted: 
  • Oct 22, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6672


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
kynbundinn munur hjá leikskólabörnum, hverjir eru helstu áhrifaþættir.pdf421.17 kBLockedHeildartextiPDF