en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6681

Title: 
 • is Skattlagning með tilliti til fjölskyldunnar
Submitted: 
 • September 2010
Abstract: 
 • is

  Í þessari ritgerð er leitað svara við rannsóknarspurningunum Er íslenska tekjuskattskerfið fjölskylduvænt? og Hvernig má gera tekjuskattskerfið fjölskylduvænna?
  Byrjað var á að skilgreina orðin „fjölskylda“ og „fjölskylduvænt“. Því næst var sá hluti íslenska tekjuskattskerfisins sem snýr að skattlagningu manna utan rekstrar skoðaður vel ásamt helstu skattlagningarreglum sem gilda um hjón. Ákveðið var að bera íslenska skattkerfið saman við danska skattkerfið og var það því rannsakað á sama hátt og
  íslenska skattkerfið og skattkerfin svo borin saman.
  Þegar upp er staðið er ekki hægt að gefa einfalt já eða nei svar við spurningunni Er íslenska tekjuskattskerfið fjölskylduvænt? Skattkerfið miðar við skattlagningu einstaklinga en býr þó yfir ýmsum liðum sem telja má fjölskylduvæna, það er því hægt
  að segja að íslenska tekjuskattskerfið sé að einhverju leyti fjölskylduvænt. Íslenska tekjuskattskerfið má meðal annars gera fjölskylduvænna með sérstakri fjölskylduskattlagningu, heimila frádrátt vaxtagjalda á móti vaxtatekjum, vaxtagjaldaþaki, fleiri frádráttarheimildum, sérstökum fjölskyldufrádrætti, heimild foreldra til að nýta skattkort heimabúandi barna, afnámi tekju- og eignatenginga, og með skattfrjálsum endurgreiðslum á tilteknum kostnaði svo að eitthvað sé nefnt. Er hér að finna svar við spurningunni Hvernig má gera tekjuskattskerfið fjölskylduvænna?

Accepted: 
 • Oct 27, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6681


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skattlagning fjölskyldunnar Loka-2.pdf963.84 kBOpenHeildartextiPDFView/Open