is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6682

Titill: 
 • Þvinguð samsköttun, tvísköttunarsamningar og Evrópuréttur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Löggjöf um þvingaða samsköttun veitir skattyfirvöldum heimild til að líta svo á að tekjur erlends aðila séu í reynd skatttekjur íslensks aðila og þær skattlagðar með öðrum tekjum hans.
  Vorið 2009 var slík löggjöf sett á Íslandi að norskri fyrirmynd. Ritgerðin fjallar um íslensku löggjöfina og hvernig hún muni reynast í framkvæmd. Leiddar eru í ljós þær takmarkanir sem
  slíkri löggjöf eru settar og gerð grein fyrir helstu annmörkum þeirrar íslensku ásamt tillögum um úrbætur.
  Meginefni ritgerðarinnar skiptist í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um löggjöf um þvingaða samsköttun og sú íslenska borin saman við þá norsku, í öðrum hluta er samspil tvísköttunarsamninga og slíkrar löggjafar kannað og í þriðja og síðasta hlutanum er samspil Evrópuréttar við löggjöf um þvingaða samsköttun skoðað.
  Samanburðurinn í fyrsta hluta ritgerðarinnar sýnir að norska löggjöfin er ívið betri en sú íslenska. Annar hluti leiðir í ljós að það er mismunandi hvernig dómstólar einstakra ríkja túlka
  samræmanleika slíkrar löggjafar og tvísköttunarsamninga en sú íslenska kveður á um að tvísköttunarsamningar komi ekki í veg fyrir beitingu löggjafarinnar ef tekjur félags í
  lágskattaríki eru að megninu til óvirkar og stafa ekki frá raunverulegri starfsemi. Í þriðja hluta er samspil löggjafarinnar við Evrópurétt kannað með hliðsjón af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins. Þar kemur í ljós að takmörkunum á fjórfrelsinu eru settar þröngar skorður og íslenska löggjöfin um þvingaða samsköttun stenst sennilega ekki þær kröfur sem
  Evrópuréttur gerir til slíkrar löggjafar.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
 • 27.10.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-sylvia1306742919.pdf1.31 MBLokaðurHeildartextiPDF