is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6685

Titill: 
  • Ákvæði 3. mgr. 76.gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ákvæði 3. mgr. 76. gr. stjskr. kveður á um að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Meginmarkmið þessarar ritgerðar var að leiða í ljós hvaða
    þýðingu ákvæðið hefur fyrir íslensk börn, það er hvort ákvæðið verndar efnislegan og einstaklingsbundinn rétt sem og að kanna hvaða felst í þeirri vernd og umönnun sem löggjafanum ber að tryggja til að velferð barna sé tryggð. Örðugt er að draga ályktanir um það hvort mögulegt sé að byggja efnislegan og einstaklingsbundinn rétt á ákvæðinu en ákvæðið er samt sem áður mikilvægt leiðarljós fyrir bæði löggjafann og stjórnvöld sem fara með málefni barna og hefur hún vafalaust áhrif sem skýringarregla ef til þess kæmi að lögum sem hafa áhrif á réttindi barna væri breytt, til dæmis skert réttindi sem þau njóta þegar samkvæmt
    lögum. Erfitt er að skilgreina svo nákvæmt sé hvaða vernd og umönnun börn þarfnist svo velferð þeirra sé tryggð en til frekari vísbendinga voru ákvæði þeirra alþjóðasamninga sem
    ákvæðið sækir fyrirmynd sína í könnuð. Líkt og stjórnarskrárákvæðið eru 3. gr. Barnasáttmálans og 24. gr. SBSR ákveðnar undirstöðureglur eða stefnuyfirlýsingar sem hafa
    það markmið að leiðarljósi að tryggja almenna velferð barna sem og vellíðan með öllum tiltækum ráðum.

Samþykkt: 
  • 27.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLritgerð_LiljaBorg_0308843109.pdf1,76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna