Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6687
Greinargerð þessi er hluti af B.Ed verkefni okkar í grunnskólakennarafræði við Háskóla
Íslands, Menntavísindasviði vorið 2010. Greinargerðinni er ætlað að kynna námspil
okkar sem fékk nafnið Jörðin og himingeimurinn. Spilið er ætlað nemendum á
unglingastigi og spurningarnar eru að mestu tengdar landafræði, jarðfræði og
náttúrufræði. Spurningarnar eru unnar upp úr námsefni úr kennslubókum frá 5. bekk
og upp í 9. bekk. Hugmyndin er sú að notagildi spilsins sé tvíþætt, annars vegar sem
hefðbundið borðspil og hins vegar að hægt sé að nota það í liðaskipta spurningakeppni,
þar sem einn stjórnandi stýrir leiknum og spyr keppendur beint út úr spurningunum.
Námspil þetta er bæði hugsað til upprifjunar á efni ásamt því að auka við þekkingu
nemenda á efni tengt þessum námsgreinum. Í greinargerð þessari munum við leitast
við að rökstyðja gildi námspila sem kennslutækis auk þess að skýra frá hugmyndum
okkar að baki þessa námspils.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jörðin_og_himingeimurinn_heildartexti.pdf | 3.21 MB | Lokaður | Greinargerð | ||
Jörðin_og_himingeimurinn_ágrip.pdf | 42.65 kB | Opinn | Ágrip | Skoða/Opna | |
Jörðin_og_himingeimurinn_efnisyfirlit.pdf | 48.09 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Jörðin_og_himingeimurinn_heimildir.pdf | 68.53 kB | Opinn | Heimildir | Skoða/Opna | |
Jörðin_og_himingeimurinn_meginmál.pdf | 293.48 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
Jörðin_og_himingeimurinn_myndir_af_spili.pdf | 2.57 MB | Opinn | Myndir af spili | Skoða/Opna | |
Jörðin_og_himingeimurinn_spilareglur.pdf | 53.19 kB | Lokaður | Spilareglur | ||
Jörðin_og_himingeimurinn_spurningar.pdf | 358.52 kB | Lokaður | Spurningar | ||
Jörðin_og_himingeimurinn_titilsíða.pdf | 41.1 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna |