is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/675

Titill: 
  • Börn eru gullnáma en hlutverk fullorðna er að fá gullið til að glóa : foreldrasamstarf í anda Reggio Emilia
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um foreldrasamstarf í leikskóla í anda Reggio Emilia. Gerð er grein fyrir hvað einkennir leikskólasamfélag sem byggir á þeirri vinnuaðferð og skoðað hvernig leikskólastarfi er háttað. Í umfjölluninni er áhersla lögð á aðlögun barns og mikilvægi þess að vel takist til þegar barn byrjar í leikskóla líkt og á öðrum skólastigum. Frá fyrsta degi þegar barnið byrjar í leikskóla þarf að hefja traust samstarf við foreldra þess, til dæmis með því að gefa foreldrunum góðar upplýsingar úr daglegu starfi skólans og líðan barnsins. Leikskólakennari veitir foreldrum upplýsingarnar með ýmsu móti. Uppeldisfræðileg skráning (pedagogisk documentation) er tæki sem kennarar geta notað en í því fellst að leikskólastarf barnsins er skráð og getur skráningin síðan verið umræðugrundvöllur í foreldraviðtölum. Mikilvægt er að náið samstarf og gagnkvæmt traust skapist á milli heimila og leikskóla, leikskólakennarar og foreldrar vinni saman að hag barnsins. Þá þarf áhersla að vera á að aðlögunarferlið sé sveigjanlegt og aðlagað að hverri fjölskyldu. Mikilvægt er að náin tengsl skapist við tiltekin leikskólakennara frá upphafi leikskólagöngunnar svo að ákveðið öryggi og traust myndist á milli fjölskyldu og skóla. Sýnin á barnið sjálft til náms og hæfileika þess til náms er aðalatriðið í leikskólauppeldi í anda Reggio Emilia. Litið er á þátttöku fjölskyldna í leikskólastarfinu sem einstakt tækifæri, bæði fyrir fjölskyldurnar og skólann.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn eru gullnáma, en hlutverk fullorðna er að fá gullið til að glóa.pdf208.65 kBLokaðurBörn eru gull - heildPDF
Efnisyfirlit.pdf14.93 kBOpinnBörn eru gull - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf27.96 kBOpinnBörn eru gull - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Útdráttur.pdf16.13 kBOpinnBörn eru gull - útdrátturPDFSkoða/Opna