is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/677

Titill: 
  • Upplýsingar - forsenda sjálfstæðis! : um mikilvægi auðskilinna upplýsinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari ákvað ég að gera athugun á rétti fólks með þroskahömlun til auðskilinna upplýsinga. Við úrvinnslu athugunarinnar studdist ég við aðferðir frelsandi fötlunarrannsókna, þar sem lögð er áhersla á að gera ekki ritgerð einungis um fatlað fólk heldur einnig fyrir fatlað fólk. Ég vildi kanna stöðu mála í upplýsingamiðlun til fólks með þroskahömlun. Með von um að niðurstöður ritgerðarinnar gætu vakið stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi auðskilinna upplýsinga, til að ýta undir aukna þátttöku fólks með þroskahömlun í samfélaginu. Ég ákvað í nálgun minni á viðfangsefninu að skoða hver stefna stjórnvalda væri um aðgengi að upplýsingum, ásamt því að greina frá óskum og ráðum notendanna sjálfra. Í athugun minni fékk ég til liðs við mig hóp ungs fólks með þroskahömlun til þess að upplýsa mig um hvernig þeim þótti að upplýsingamiðlun ætti að vera. Í athuguninni á raunverulegum rétti fólks með þroskahömlun til upplýsingagjafar kom í ljós að í bæði stefnumótunum og alþjóðlegum sáttmálum, sem Ísland hefur skrifað undir, er rétturinn skýr. Þar kemur fram að réttur til auðskilinna upplýsinga skuli tryggður. Við athugun mína á óskum notendanna kom í ljós einróma vilji um bætt aðgengi að upplýsingum. Óskirnar náðu ekki einungis yfir réttindamál heldur einnig upplýsingar sem viðkoma daglegu lífi. Má áætla út frá niðurstöðum ritgerðarinnar að þó svo fjallað sé um aðgengi að upplýsingum í stefnumótunum og alþjóðlegum sáttmálum er því ekki fylgt eftir. Mikilvægi auðskilinna upplýsinga virðist vera aftarlega í hugum fólks þegar hugað er að upplýsingamiðlun.

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf389.44 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna