en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/681

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvar stöndum við? : staða seinfærra foreldra
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessi ritgerð fjallar um stuðning og stöðu seinfærra foreldra. Ritgerðin byggir á upplýsingum sem ég safnaði á vormisseri 2007 þegar ég var í vettvangsnámi hjá Stuðningnum heim – uppeldisráðgjöf á vegum Kennaraháskóla Íslands. Ég nýti og tengi þá þekkingu sem ég hlaut í vettvangsnáminu inn í þessa ritgerð. Markmið þessa verkefnis eru af tvennum toga, annars vegar að skoða lagalega stöðu seinfærra foreldra til stuðnings og því skoðaði ég lög um mannréttindi, málefni fatlaðra, félagsþjónustu sveitafélaga, barnaverndarlög og nýja sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einnig skoða ég tvö stuðningsúrræði á vegum Velferðasviðs Reykjavíkurborgar sem algengt er að sé veittur fjölskyldum seinfærra foreldra. Annar liður í verkefninu er að skoða niðurstöður rannsókna bæði innlendar og erlendar um stuðning við seinfæra foreldra.
    Niðurstöður þessa verkefnis sýna að góður og einstaklingsmiðaður stuðningur sem er veittur, með virðingu fyrir og í samvinnu við foreldrana, hefur skilað hvað mestum árangri. Þrátt fyrir að réttur einstaklinga til þess að stofna til fjölskyldu sé sterkur er ekkert í lögum sem kveður sérstaklega á um stuðning við seinfæra foreldra eða rétt þeirra til þess að fá stuðning eða handleiðslu til þess að ala upp börn.

Accepted: 
  • Aug 29, 2007
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/681


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heildarskjal.pdf277.34 kBOpenHeildarskjalPDFView/Open