Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/683
Viðfangsefnið í þessu verkefni er að varpa sýna á líf barns með alvarlega fötlun sem stundar nám við almennan grunnskóla. Verkefnið felur í sér greiningu á þeim lykilþáttum sem mótar umhverfi barna með fötlun í almenna skólakerfinu, lagalega og hugmyndafræðilega. Gert er grein fyrir þeirri hugmyndafræði sem lög og réttindi grunnskólabarna byggist á. Lykilþátttakandi í þessari lífssögurannsókn er ungur drengur með alvarlega fötlun. Aðferðum eigindlegra rannsóknaraðferðar var beitt og voru tekin hálfopni viðtöl við þátttakendur.
Niðurstöður leiddu það í ljós að vera alvarlega fatlaður þarf ekki að vera nein hindrun svo að barn geti tekið þátt í daglegu skólastarfi. Það sem þarf er vilji og þekking því að það er mikil undirbúningur og skipulag sem fylgir því að vera með barn með alvarlega fötlun. Niðurstöður verkefnisins er að það er fagmennska og góða samvinna sem ræður úrslitum um árangur í námi barna með fötlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildarskjal.pdf | 285.38 kB | Lokaður | Heildarskjal |