is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/684

Titill: 
  • Athugun á félagsfælni meðal háskólanema og tengslum hennar við aðrar geðraskanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að félagsfælni sé með algengustu geðröskunum samtímans. Hamlanir sem fylgja félagsfælni skerða mjög lífsgæði einstaklinga sem af henni þjást. Samslátta geðraskanir eins og þunglyndi og almenn kvíðaröskun eru algengar samhliða félagsfælni. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna birtingu félagsfælni og samslátta geðraskana. Matslistar sem meta einkenni félagsfælni, þunglyndi og almennan kvíða voru lagðir fyrir 253 háskólanema á Akureyri. Matslistarnir eru: Social Phobia Scale, Social Interaction Anxiety Scale, Beck´s Depression Inventory-II, Beck´s Anxiety Inventory og Depression Anxiety Stress Scale. Lagðar voru fram sex tilgátur; 1) Að kynjabundinn munur væri á félagsfælni. 2) Að aldursbundinn munur væri á félagsfælni. 3) Að marktækur munur væri á milli deilda skólans á félagsfælni. 4) Að staðarnemar sýni síður einkenni félagsfælni en fjarnemar. 5) Að sterk tengsl séu milli félagsfælni og þunglyndis. 6) Að sterk tengsl séu milli félagsfælni og almenns kvíða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ekki sé kynjamunur á félagsfælni. Aldurstengdur munur mældist þar sem nemendur á aldrinum 20-26 ára reyndust með marktækt hærri meðalskor en 34 ára og eldri . Marktækur munur mældist milli kennaradeildar og viðskiptafræðideildar, ekki mældist munur milli staðar- og fjarnema. Sterk tengsl mældust milli félagsfælni og þunglyndis, einnig milli félagsfælni og almenns kvíða. Marktekt miðast við alfastuðulinn 0,05. Meðal takmarkanna rannsóknarinnar er að úrtakið samanstendur af einstaklingum sem ekki sýna alvarleg einkenni félagsfælni, þunglyndi og almenns kvíða. Helstu niðurstöður og frekari rannsóknir eru ræddar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Athugun á félagsfælni meðal háskólanema og tengslum hennar v.pdf724.91 kBTakmarkaðurAth á félagsfælni - heildPDF