is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19268

Titill: 
  • Titill er á ensku Dublin Regulation : rebutting the presumption of safe third country
  • Dyflinnarreglugerð : réttur hælisleitenda til að andmæla endursendingu til öruggs þriðja ríkis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    The Dublin Regulation together with its supporting instruments comprises the Dublin system, a system based on mutual trust and the presumption that all participating states, so-called Dublin states are to be considered as safe third countries due to their recognition of the principle of non-refoulement as a binding obligation.
    Observing Iceland as a Dublin state, this thesis seeks to examine whether or not an individual subject to removal from Iceland can or should be able to rebut the presumption of safety within the country identified as responsible for examining his or her application for asylum.
    In so doing, this thesis critically analyses the Supreme Court of Iceland’s assessment in its first two Dublin removal cases SCJ Iceland v Samuel Ugbe and SCJ Okoro Osahon v Iceland. Further, it includes a comparative analysis of Iceland’s Dublin asylum procedures and case-laws with those of the other Nordic states.
    The thesis is supported mainly by the relevant international, regional and domestic legislation and jurisprudence as well as reports and the writings of scholars.
    The core findings of the research indicate that while individuals subject to removal from Iceland are not precluded from rebutting the presumption of safety in theory, it is impossible for them to do so in fact. This is mainly attributed to the fact that the Court requires that in order for suffering to meet the threshold for a non-refoulement obligation to be triggered, it must be caused by “systemic deficiency” in the receiving state’s asylum procedures and reception conditions. However, “systemic deficiency” is a stricter condition which although compatible with the EU law is incompatible with that of the ECHR’s well-established standards.
    Following this conclusion the thesis presents some possible recommendations aimed at addressing this legal fragmentation which in turn will safeguard the fundamental rights of the Dublin returnees.

  • Dyflinarreglugerðin ásamt sínum stuðnings reglugerðum og tilskipunum grundvallar Dyflinarkerfið, sem er kerfi byggt á gagnkvæmu trausti og þeirri grundvallarforsendu að öll aðildarríki hin svokölluðu Dyflinarríki, séu álitin örugg þriðju ríki vegna viðurkenningar þeirra allra á meginreglunni um bann við endursendingum á ofsóttum flóttamönnum til heimaríkis (e. principle of non-refoulement).
    Ritgerð þessi beinir kastljósinu að Íslandi sem Dyflinarríki, og hvort hælisleitandi með yfirvofandi brottvísun héðan geti véfengt að virt sé sú grundvallarforsenda að móttökuríkið sé öruggt hvað málsmeðferð og aðbúnaður hælisleitenda varðar.
    Með þetta að markmiði er rýnt í tvo fyrstu dóma Hæstaréttar Íslands um Dyflinar-endursendingar; íslenska ríkið gegn Samuel Ugbe og Okoro Osahon gegn íslenska ríkinu. Ennfremur er gerð samanburðarrannsókn á íslenskri stjórnsýsluframkvæmd varðandi Dyflinar-endursendingar og slíkri framkvæmd hjá hinum Norðurlandaþjóðunum.
    Er ritgerð þessi grundvölluð á alþjóðlegri og innlendri löggjöf, dómaframkvæmd, skýrslum sem og á fræðiritum.
    Meginniðurstöður þessarar rannsóknar eru að þrátt fyrir að hælisleitendur sem eigi yfir höfði sér brottvísun geti látið reyna á réttmæti slíkrar ákvörðunar í orði, er raunverulegur möguleiki þeirra á endurskoðun raunverulega ekki fyrir hendi. Byggir niðurstaðan á þeirri staðreynd að Hæstiréttur hefur túlkað það sem svo að málsmeðferð og aðstæður í viðtökuríki þurfi að vera haldin kerfislegum ágöllum til þess að einstaklingur teljist í nægilega slæmri stöðu til að náð sé þeim þröskuldi sem gert er ráð fyrir í reglu um bann við endursendingu á hættusvæði. Þrátt fyrir að krafa um kerfislegan ágalla samrýmist kröfum Evrópulöggjafar er hún strangari en þau viðmið sem sett hafa verið af Mannréttindadómstól Evrópu um þessi mál.
    Í ljósi fyrrgreindrar niðurstöðu er bent á leiðir til draga úr þeirri lagalegu togstreitu sem hefur myndast á þessu réttarsviði með það að markmiði að tryggja grundvallarréttindi "Dyflinnar-hælisleitanda" hérlendis.

Samþykkt: 
  • 2.7.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Norway 18-26 February 2014.pdf211.54 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Norway 9 May 2014.pdf150.95 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Norway 6 May 2014.pdf225.31 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Sweden 3 March- 23 April 2014.pdf255.38 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Sweden DUBLIN Statistics 2010-2014.pdf8.99 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Denmark 5 March 2014.pdf200.91 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Denmark 9 May 2014.pdf121.18 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Finnish Immigration Service 7 May 2014.pdf210.75 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Helsinki Administrative Court Answers 3 March 2014.pdf66.45 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
.HEILDARTEXTI.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna