is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15952

Titill: 
  • Takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla vegna pólitískra álitaefna í Bandaríkjunum og á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að skoða hvort að sambærileg sjónarmið eigi við á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla vegna pólitískra álitaefna (e. the Political Question doctrine). Er í þeim tilgangi skoðuð þau fræði sem liggja að baki endurskoðunarvaldi dómstóla í Bandaríkjunum og er áherslan lögð á að skoða kosti og galla endurskoðunarvaldsins. Sérstaklega er fjallað um þann lýðræðishalla sem endurskoðunarvaldið er talið hafa í för með sér en umræddri takmörkun er að einhverju leyti ætlað að rétta af þann halla. Beiting þessa takmörkunar er síðan skoðuð en til þess eru notaðir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna, en rétturinn hefur sjálfur skilgreint takmörk endurskoðunarvaldsins. Sérstök áhersla er lögð á Hæstaréttardóm Baker v. Carr, en þar skilgreindi Hæstiréttur fyrst hverskonar mál falla undir þessa takmörkun, og beitingu réttarins á þeim skilyrðum í málum sem hafa fallið síðan mál Baker v. Carr var ákveðið. Undir lok þriðja kafla er síðan kannað hvort að beiting Hæstaréttar Bandaríkjanna á þessari takmörkun hefur bætt úr þeim lýðræðishalla sem henni er ætlað að gera. Í fjórða kafla er síðan skoðað hvernig endurskoðunarvald dómstóla hefur komið fyrir í íslenskum fræðum. Síðan er kannað ítarlega hvernig viðhorf Hæstaréttar Íslands hefur verið til endurskoðunarvalds dómstóla og hvort að sambærileg sjónarmið eigi við á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þau skilyrði sem Hæstiréttur Bandaríkjanna lagði upp með í Baker v. Carr eru síðan heimfærð á þá íslensku Hæstaréttardóma sem hafa verið reifaðir og kannað hvort beiting íslenskra dómstóla á takmörkunum á endurskoðunarvaldi dómstóla spegli að einhverju leyti þær hugmyndir sem liggja að baki þessari takmörkun.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with the limitation on judicial review that exists in Iceland and the United States. The purpose of this thesis is to examine whether the ideas behind the Political Question doctrine exist in Iceland and how the Icelandic Supreme Court has implemented those ideas. To that purpose this thesis will discuss the ideas behind judicial review, with a special emphasis on the pros and cons of judicial review. Judicial review has been thought to cause some democratic deficiency and to correct that deficiency the Supreme Court of the Unites States has a self imposed limitation on judicial review that is called the Political Question doctrine. To get a closer look at that doctrine this thesis will examine the Supreme Court case of Baker v. Carr, where the court first created a definition on what kind of cases would be considered to be political in nature and subsequent cases where that definition is examined. The U.S. practice will then be summed up before our sights are turned to Icelandic judicial review. Ideas on Icelandic judicial review will be briefly examined before a few cases from the Supreme Court of Iceland dissected in great detail. Emphasis will be on how Icelandic courts view judicial review and the limitations thereof. The Baker definition will then be matched against Icelandic practices and examined whether the Icelandic model for the Political Question doctrine exists, and if it does, whether it mirrors the theory and practice in the United States.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla vegna pólitískra álitaefna í Bandaríkjunum og á Íslandi.pdf1.05 MBLokaður til...15.11.2087HeildartextiPDF