is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31290

Titill: 
  • Aðgangshindranir í Samkeppnisrétti, með hliðsjón af íslenskri réttarframkvæmd
  • Titill er á ensku Barrier to entry in Competition law, with refrance to icelandic law enforcement
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um þau áhrif sem aðgangshindranir hafa innan samkeppnisréttar. Í samkeppnisrétti er hagfræðileg greining lögð til grundvallar á lögfræðilegri niðurstöðu. Nálægð hagfræðilegra greininga og lögfræðilegra er mikil innan samkeppnisréttar, en lögfræðileg niðurstaða styðst ávallt við hagfræðilega greiningu með einum eða öðrum hætti. Oftar en ekki snýr hagfræðileg greining að því að meta stöðu fyrirtækja á markaði eða hvernig staða samrunaaðila verður eftir samruna, með það fyrir augum að greina á um hvort fyrirtæki er markaðsráðandi eða ekki. Ef fyrirtæki eru talin markaðsráðandi getur það haft talsverðar afleiðingar í för með sér en mat um hvort sú staða er fyrir hendi er matskennd og flókin. Eitt af þeim atriðum sem hefur talsverð áhrif við greiningu markaða eru aðgangshindranir. Markmið ritgerðarinnar er að gera aðgangshindrunum góð skil. Fjallað er um þau atriði sem aðgangshindranir hafa hvað mest áhrif á innan samkeppnisréttar og er það einkum greining á, mörkuðum, stöðu fyrirtækja á tilgreindum mörkuðum og mat á lögmæti samruna. Í framhaldi af þeirri umfjöllun er litið til íslenskrar réttarframkvæmdar og hvernig fjallað er um aðgangshindranir og hvaða áhrif þær geta haft á niðurstöður mála. Að lokum er dregin saman niðurstaða um það hvort sambærileg áhrif aðgangshindranna eru í réttarframkvæmd og fræðilegri umfjöllun. Einnig er horft til þeirra valdheimilda sem Samkeppniseftirlitið hefur og hvernig þær hafa verið nýttar til að draga úr eða koma í veg fyrir aðgangshindranir á markaði.

  • Útdráttur er á ensku

    Barrier to entry in Competition law, with refrance to icelandic law enforcement This essay will review the effects of barriers to entry in regard to Icelandic competition law.
    Decisions based on legal issues of competition law, in most cases, are based upon economic analysis. However, because of the close connections between economic analysis and legal analysis the decisions are often similar. Often the issue that needs to be examined is whether or
    not a company has market power. If a company is considered to have market power or a company will have market power after a merger, the outcome can have considerable effect despite the economic assessment being complex. One of the issues that needs to be examined in regard to economic assessment are the barriers to entry. Barriers to entry must be examined, to some extent, when a company‘s market postion is being analyzed or when a merger is under review. The objective of this essay is to review and analyze barriers to entry, specifically what the charecteristics of such barriers are, and to examine what is included in the concept. The essay will then examine where barriers to entry have the most relevance: how the main effects of barriers to entry involve identifying market definition, examination of market position, and
    mergers. The effects of barriers to entry within the Icelandic legal system will also be reviewed, specifically how such barriers are assessed and to what effect.The conclusion of this essay will
    summerize to what extent the review regarding barriers to entry in Icelandic legal cases compare with scholarly conclusions and discussions. The choices of Icelandic competition authorities to
    effect barriers to entry will also be taken into consideration.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML Ritgerð Heidar.pdf702.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna