is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31295

Titill: 
  • Titill er á ensku State aid and Services of General Economic Interest : Public support for the operation of regional airports
  • Ríkisaðstoð og þjónustur með almenna efnahagslega þýðingu : opinber stuðningur við rekstur svæðisflugvalla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er ríkisaðstoð og þjónustur sem hafa almenna efnahagslega þýðingu. Markmið ritgerðarinnar er að svara spurningunum: mega aðildarríki ESB styðja við rekstur lítilla svæðisflugvalla? Á það sama við um EFTA ríkin? Nánar tiltekið er markmiðið að kanna hvort rekstur ósjálfbærra svæðisflugvalla geti treyst á opinberan stuðning til þess að tryggja tilveru sína og, í ljósi eðlismunar á evrópskri samþættingu á grundvelli EES samningsins, hvort það sama eigi við um EFTA ríkin. Í þeim tilgangi fjallar annar kafli ritgerðarinnar um hið almenna bann við ríkisaðstoð og eftirlitskerfi ESB með slíkri aðstoð. Þriðji kafli fjallar um hugtakið þjónusta sem hefur almenna efnahagslega þýðingu og þau skilyrði sem gilda um opinberar greiðslur fyrir veitingu almannaþjónustu. Fjórði kafli fjallar um ríkisaðstoð í formi greiðslu fyrir veitingu almannaþjónustu og fimmti kafli fjallar um ríkisaðstoð við rekstur flugvalla ásamt ákvörðunartöku framkvæmdastjórnar ESB á því sviði. Sjötti kafli fjallar um EES samninginn, tveggja stoða eftirlitskerfi hans með ríkisaðstoð og einnig er gerður samanburður á viðeigandi reglum EES og ESB. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að aðildarríki ESB mega tryggja tilveru lítilla svæðisflugvalla ef rekstur þeirra er nauðsynlegur til þess að tryggja tengingu og viðeigandi lífskjör á því svæði sem hann starfar. Með hliðsjón af samræmdum lagaramma EES og ESB á þessu sviði, hinu víðtæka samstarfi Framkvæmdarstjórnar ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA ríkjanna ásamt meginreglu EES samningsins um einsleitni, er niðurstaða ritgerðarinnar að hið sama eigi við um EFTA ríkin.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this study is State aid and Services of General Economic Interest. The objective of the study is to answer the following questions: are EU Member States allowed to publicly support the operation of small regional airports? Does the same apply for the EFTA States? More specifically, the primary purpose is to see whether the operation of small unsustainable regional airports may rely on public support in order to ensure its existence and, in light of the different level of European integration provided by the EEA agreement, whether the same applies for the EFTA States. Chapter two of this study discusses the general prohibition of State aid and the State aid control mechanism in the EU. Chapter three discusses the concept of Services of General Economic Interest and the compatibility conditions for public compensation for the provision of such services. Chapter four discusses State aid in the form of public service compensation and chapter five discusses the State aid policy in the Aviation sector, as well as the Commission decision-making practice in that field. The sixth chapter discusses the EEA agreement, the two-pillar State aid surveillance mechanism and compares the relevant legal framework of the EU and the EEA. The study reveals that EU Member States may ensure the existence of small regional airports if the operation of that airport is vital in order to ensure connectivity and acceptable standards of living in that region. Furthermore, on the basis of the common legal framework of the EU and the EEA in this field, the extensive cooperation between ESA and the Commission and the principle of homogeneity, the conclusion is made that the same applies for the EFTA States.

Samþykkt: 
  • 18.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLrit.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna