is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9408

Titill: 
  • Gæði og umbætur í lagasetningu: Með sérstakri áherslu á samspil Alþingis og ráðuneyta
  • Titill er á ensku Regulatory Quality and Reform: with particular emphasis on the interaction between Parliament and Government Ministries
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að varpa ljósi á tækifæri til umbóta í lagasetningu á Íslandi með sérstakri áherslu á samspil Alþingis og ráðuneyta. Gæðamál á Íslandi eru skoðuð, hvaða kröfur séu gerðar til innihalds laga annars vegar og lagasetningarferlisins hinsvegar. Við þá yfirferð eru lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar höfð til hliðsjónar þar sem um 90% af samþykktum lögum eiga rætur sínar að rekja til slíkra frumvarpa.Þá er skoðað hvernig bæta megi samspil Alþingis og ráðuneyta og hvort gæðastjórnunarfræðin geti nýst við þá vinnu. Helstu niðurstöður leiða í ljós að gott samræmi er á framsetningu lagagreina frumvarpa en þó mætti vanda betur til framsetningar almennra athugasemda. Tekin eru dæmi sem taka má til fyrirmyndar við umbætur á þeim atriðum. Nauðsynlegt er að öll gildandi lög og reglugerðir verði að finna á sama stað líkt og á Norðurlöndunum og gerðar eru tillögur að umbótum á því sviði. Fámenni innan ráðuneyta kallar á nauðsyn samstarfs við fagaðila sem taldir eru hæfir til að aðstoða við þá vinnu sem þar fer fram. Vandaður undirbúningur frumvarpa er bæði talinn stuðla að bættri meðferð frumvarpa á Alþingi og að því að minnka líkur á ágreiningi um gildi laga síðar meir. Vanda mætti enn betur framsetningu mála á þingmálaskrá og setja nákvæmari dagsetningar á þau mál sem vitað er hvenær tilbúin verða þegar hún er sett fram á haustin. Fram kemur að til viðbótar við það samráð sem þegar tíðkast væri æskilegt að samráð milli Alþings og ráðuneyta færi fram á undirbúningstíma frumvarpa, sérstaklega í mikilvægum málum. Tillaga er gerð að mælanlegum markmiðum í gæðamálum í lagasetningu á Íslandi svo hægt sé að fylgjast með þeim árangri sem náðst hefur í samræmingu vinnubragða og vinna að enn frekari umbótum. Tillögum að umbótum er komið á framfæri þegar við á og þær dregnar saman í niðurstöðum ásamt frekari hugmyndum.

  • The subject is to find opportunities for regulatory reform in Iceland, with particular emphasis on the interaction between the parliament and government ministries. Quality control is analyzed, what the requirements are concerning both the contents of the laws and the regulatory process. This will be compared with government bills due to the fact that around 90% of accepted laws have roots in such proposals. Thoughts on whether quality management theory could improve interaction between the parliament and ministries will be uttered. The main findings show that there is a good co-ordination in the presentation of articles in the governmental bills, but issues on better presentation of general comments will be discussed. Good examples will be shown to lay grounds for further improvements. It is essential that all laws and regulations can be found in one place on the internet as in the Nordic countries. Icelandic ministries are small, that calls for the necessity of cooperation with professionals who are considered qualified to assist with their work. Careful preparation of government bills contributes to improved treatment in the Parliament and reduces the likelihood of conflict over the validity of law. Bills could be even better presented in the published list of government bills for the upcoming parliamentary session. Furthermore, if dates could be issued to those bills that would be ready when the list of government bills is presented in the autumn it could lead to better preparation in the parliamentary work schedule. Dialogue between parliament and government ministries would be desirable during the preparation of bills, especially in important matters. It is important to set measurable goals to monitor improvements in quality of government bills in order to monitor the progress achieved. Recommendations for improvement will be put forth when applicable and summarized in results, along with further thoughts.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Ritgerd_Johannes_Mar_nem_24982.pdf6.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna