is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/687

Titill: 
  • Barnið þitt er með einhverfu og hvað svo? : rannsókn byggð á upplifun mæðra af þjónustu sem börn þeirra fá/fengu í leik- og grunnskóla síðastliðin þrjátíu ár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B. A.-gráðu við Kennaraháskóla Íslands á þroskaþjálfabraut. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að varpa sýn á þær breytingar sem hafa orðið í þjónustu við börn með einhverfu í leik-og grunnskóla á síðustu áratugum.
    Við vinnu á ritgerðinni öfluðum við okkur upplýsinga í fræðiritum, tókum viðtöl við fagfólk með áralanga reynslu, auk þess sem við gerðum eigindlega rannsókn. Rannsóknin byggist á því að tekin voru viðtöl við þrjár mæður einhverfra barna sem eru á aldrinum 5-35 ára. Markmið með henni að taka viðtölin var að afla upplýsinga um upplifun mæðranna af þjónustu sem börn þeirra fá /fengu í leik- og grunnskóla.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að miklar breytingar hafa orðið á þjónustu, réttarstöðu og viðhorfum samfélagsins til einhverfra barna og fjölskyldna þeirra á síðustu áratugum. Þrátt fyrir miklar og jákvæðar breytingar er enn margt í þjónustunni sem þarf að huga betur að. Sem dæmi má þar nefna að aðlögun barna með einhverfu þarf að vera markvissari og upplýsingarflæði á milli skólastiga þarf að vera skilvirkari þegar kemur að skilum milli þeirra.

Samþykkt: 
  • 29.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf499.92 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna