is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19329

Titill: 
  • Heilsueflandi grunnskóli: hvernig er hreyfingu háttað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var kannað hvernig hreyfingu væri háttað í Heilsueflandi grunnskólum. Til að kanna það var spurningalisti lagður fyrir í öllum þeim skólum sem starfa í anda Heilsueflandi grunnskóla skólaárið 2013-2014. Þátttakendur voru 57 grunnskólar víðs vegar um landið en svör bárust frá 29 skólum. Spurningalistinn var lagður fyrir í byrjun apríl 2014. Markmiðið var að kanna hvernig hreyfingu er háttað í Heilsueflandi grunnskólum og að hve miklu leyti farið er eftir þeim viðmiðum sem eru gefin út fyrir hreyfingaþátt verkefnisins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í heild eru starfandi heilsueflandi skólar á réttri leið en jafnframt er margt sem má bæta varðandi hreyfingarþátt verkefnisins. Helstu niðurstöður voru þær að hátt hlutfall skólanna höfðu ekki sett fram formlega stefnu hvað varðar hreyfingu í skólastarfi og einnig var athyglisvert hve lágt hlutfall hafði notað handbókna Virkni í skólastarfi. Þá ályktun má draga af niðurstöðunum að bæta megi reglulega eftirfylgni með verkefninu.

Samþykkt: 
  • 21.8.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MKG Lokaverkefni.pdf481.1 kBLokaður til...15.05.2050HeildartextiPDF