is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6884

Titill: 
 • Viðhorf háskólanemenda til ESB aðildar Íslands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar um viðhorf háskólanemenda til aðildar Íslands að ESB var að kanna hvert viðhorf háskólanemenda er og hvað hefur áhrif á það. Einnig að varpa ljósi á það hvort marktækur munur sé á viðhorfum nemenda út frá kyni og hvort konur í háskólanámi vilji síður taka þátt í opinberu umræðunni en karlar í háskólanámi. Þá var sýnt fram á hvaða upplýsingar nemendur telja að hafi áhrif á viðhorf sín og hvernig þeir vilja nálgast þær upplýsingar.
  Úrtakið var nemendur við Háskóla Íslands. Notast var við spurningalista sem var sendur út rafrænt til allra nemenda háskólans, svör við þeim greind og unnið úr þeim samkvæmt reglum megindlegrar aðferðarfræði. Einnig var notast við rýnihópa til að styrkja niðurstöður megindlegu hliðar rannsóknarinnar. Tekin voru viðtöl við litla hópa, viðtölin tekin upp á rafrænt upptökutæki og niðurstöðurnar greindar í samræmi við eigindlega aðferðarfræði.
  Helstu niðurstöður eru þær að viðhorf háskólanema til aðildar Íslands er neikvætt. Áhersluflokkar, menntun og kyn hafa áhrif á viðhorf og konur taka minni þátt í opinberri umræðu en karlar. Þá kom einnig fram að nemendum finnst skortur á upplýsingum vegna aðildar og eru það upplýsingar um sömu málefni og hafa áhrif á viðhorf.
  Tillaga var unnin að framsetningu upplýsinga af hálfu stjórnsýslunnar með niðurstöðurnar í huga.
  Efnisorð: Viðhorf háskólanemenda, ESB aðild Íslands, Skoðanakönnun, Rýnihópar, Upplýsingar stjórnvalda um aðild að ESB

Samþykkt: 
 • 3.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrún_B_Magnúsdóttir_MPA_ritgerð.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna