is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6890

Titill: 
 • Kynferðisbrot gegn drengjum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka ferli kynferðisbrotamála gegn drengjum fyrir dómstólum, með það fyrir augum að kanna hversu hátt hlutfall drengja eru misnotaðir kynferðislega af öðrum en þeim aðilum sem þeir eiga að geta treyst og leitað skjóls hjá. Enn fremur verður litið til þess hvaða afleiðingar drengir glíma við í kjölfar kynferðislegrar misnotkunar og hvort munur sé á eðli og ásýnd kynferðisbrota gegn drengjum andspænis stúlkum. Höfð er hliðsjón af sálfræði- og/eða læknisfræðilegum gögnum um eðli og afleiðingar brotanna í einstaka dómsúrlausnum og útgefnu efni jafnt innlendra sem erlendra fræðimanna við úrlausn þess álitaefnis. Að lokum er gerð grein fyrir erlendum rannsóknum og niðurstöður þeirra bornar saman við niðurstöður rannsóknar höfundar.
  Fram kemur að drengjum virðist stafa meiri hætta af ókunnugum, öfugt við stúlkur, sem eru yfirleitt beittar kynferðislegu ofbeldi af einhverjum sem er þeim nákomin. Þegar tengslin eru skoðuð út frá aldri lítur út fyrir að yngri drengir séu frekar í hættu á að vera misnotaðir af einhverjum sem þeir eiga að geta treyst og leitað skjóls hjá, en þeir sem eldri eru. Af þeim afleiðingum sem drengir glíma við í kjölfar kynferðisbrota er einna athyglisverðast hversu margir drengir glíma við reiði, auk þess sem margir eru hræddir um að félagar þeirra komist að misnotkuninni, sem tengist skömminni og sektarkenndinni sem heldur þeim í heljargreipum, auk hræðslunnar við það að vera stimplaður „hommi“. Þegar afleiðingar kynferðisofbeldis á drengi og stúlkur eru bornar saman er ljóst að stúlkur beina hegðuninni inn á við með sjálfskaðandi hegðun, á meðan drengir leita út á við og láti reiði sína bitna á öðrum.
  Á heildina litið eru niðurstöður erlendra rannsókna svipaðar og hérlendis. Hlutfall drengja sem eru misnotaðir af aðilum utan fjölskyldunnar er þó heldur hærra samkvæmt íslenskum dómum, auk þess sem misnotkun drengja hefst yfirleitt fyrir kynþroskaaldur samkvæmt erlendum rannsóknum, sem er í andstöðu við niðurstöður úr íslenskum dómum. Þá er meðalaldur gerenda töluvert lægri samkvæmt erlendum rannsóknum, eða rúmlega 40 ár miðað við 32 ár. Ástæðan gæti verið að upplýsingar um aldur geranda var ekki að finna í öllum dómunum og skekkir það heildarmyndina.
  Að lokum er vert að taka fram að niðurstöðurnar í heild sinni benda til þess að kynferðisofbeldi gegn drengjum sé falið. Það er því ljóst að þennan málaflokk þarf að taka til opinskárrar umræðu.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine the processes of sexual offense cases against boys before courts, with a close look at how many are sexually abused by someone they don´t know and the effects of the abuse. Furthermore, the difference in character and appearance of sexual abuse against boys compared to girls will be considered, in terms of expert reports that have been submitted in some cases in relation to the effects that the offense has on the victim and research and studies on this subject. Finally, the thesis offers a comparison of the results of the author„s study and foreign studies.
  Fundamental results prove that boys are at higher risk of being sexually abused by a stranger compared to girls who are usually sexually abused by someone known to them. Male children were, on the other hand, at higher risk of being sexually abused by someone they know, than preadolescent and adolescent males. It was particularly noteworthy how many demonstrated anger in addition to how many of them feared that their friends would find out about the abuse, which is connected to the shame and guilt they suffered from, besides the fear of being labeled homosexual. The results of the gender differences in consequences of sexual abuse showed that girls engage in a variety of forms of internalizing behavior and boys report some forms of externalizing behaviors.
  The results of foreign studies are on the most part similar to the results of domestic studies. The proportion of extra familiar abuse among boys is nevertheless a bit higher according to Icelandic cases. Additionally, boys are more often sexually abused before puberty according to foreign studies, which is opposite to the results of Icelandic cases. Finally the average age of perpetrators is considerably lower according to foreign studies, generally over 40 years of age, compared to 32 years. The reason may be that information about the age of the perpetrator was not specified in all of the cases.
  Finally it is worth mentioning that the results overall suggest that sexual violence against boys is hidden. It is therefore clear that this issue needs to be taken to an objective discussion.

Samþykkt: 
 • 4.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Asrun-Eva-Hardardottir_BA-2010.pdf812.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna