is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6892

Titill: 
 • Fremjendur ofbeldis í nánum samböndum og samfélagsleg viðbrögð
 • Titill er á ensku Perpetrators of violence in close relations and the response of society
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um fremjendur ofbeldis í nánum samböndum og viðbrögð samfélagsins. Fjallað er um það sem skrifað hefur verið hérlendis og erlendis um þennan hóp fremjenda. Til að varpa ljósi á hverjir þeir eru, voru gögn Kvennaathvarfsins á tímabilinu 2002 – 2008 rannsökuð. Upplýsingarnar náðu til 1740 fremjenda. Skoðaður var aldur, kyn, mennun, störf, þjóðerni, tengsl fremjanda og þolanda og fl. Gerð er grein fyrir viðbrögðum samfélagsins og farið yfir helstu ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem brot þeirra geta fallið undir. Þá er fjallað um lög um nálgunarbann nr. 122/2008, einnig refsiþyngingarákvæði 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Að lokum er farið yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands til verndar mannréttindum. Sértaklega er tekinn fyrir dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Nahide Opuz gegn Tyrklandi og því velt upp hvort íslenska ríkið stenst alþjóðlegar kröfur um vernd mannréttinda þegar um ofbeldi í nánum samböndum er að ræða.
  Staðalmyndir um fremjendur lifa góðu lífi. Fræðimönnum ber ekki saman um hvað valdi ofbeldishegðun. Kenningar um að ofbeldismaður beiti ofbeldi vegna utanaðkomandi þátta sem hann ræður ekki við ganga lengst í þá átt að ofbeldismaður sé ekki síður þolandi en sá sem fyrir ofbeldinu verður. Á hinn bóginn eru kenningar þar sem haldið er fram að ofbeldismenn séu ekki frábrugðnir öðrum, ofbeldishegðun stjórnist eingöngu af viðhorfum og afstöðu fremjanda til þolanda og ofbeldi sé beitt til að ná völdum í sambandinu. Helstu niðurstöður rannsóknar á gögnum Kvennaathvarfsins renna stoðum undir þær kenningar, en þær sýna að ofbeldismenn eru þversnið íslensks samfélags hvað menntun og störf varðar. Refsiþyngingarákvæði 3. mgr. 70. gr. hegningarlaga er matskennt og að því er virðist erfitt í notkun og nálgunarbann er ekki nægjanlega skilvirkt úrræði í íslenskri löggjöf.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with people perpetrating violence on close relations and the response of society. What has been written in Iceland and other countries about this group of perpetrators is discussed. To shed light on them, information from The Safe Shelter for Women was examined for the period 2002-2008. The information covered 1740 perpetrators. The factors examined included age, gender, education, occupation, nationality and the relationship between perpetrators and their victims. Society's responses are related, and the main provisions of General Penal Code, no. 19/1940, covering the violations are reviewed. The Act on Restraining Orders, no. 122/2008, is also discussed, along with provisions on heavier sentencing in paragraph 3 of Act 70 of the General Penal Code. Finally, Iceland's international obligations to protect human rights are reviewed. Special attention is devoted to the judgment of the European Court of Human Rights in the case of Nahide Opuz vs. Turkey, and to whether the Icelandic State measures up to international requirements on protecting human rights when violence between close relations is involved.
  Stereotypes about perpetrators living a good life. Scholars do not agree on what causes violent behavior. Theories that violent persons commit violent acts because of external factors beyond their control go a long way toward viewing violent persons as being victims no less than those suffering the violence. On the other hand, other theories argue that violent persons are no different from others; violent behavior is governed solely by attitudes and the way the perpetrator views a victim, and violence is committed to gain power in the relationship. The main findings from researching the information from The Safe Shelter for Women tend to support these theories, for they show that violent persons are a cross section of Icelandic society in terms of education and occupation. The provisions on heavier sentencing in paragraph 3 of Article 70 of the General Penal Code are assessed and are seemingly difficult to apply, and restraining orders under Icelandic law are not a sufficiently efficient remedy.

Samþykkt: 
 • 4.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elva-Dogg-Asu--og-Kristinsdottir_ML-2010.pdf895.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna