is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6898

Titill: 
  • Getur framhaldsskóli nýtt sér þekkingarsafn í kennslu og til aukins félagsstarfs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Á þessu ári lauk verkefni sem ég tók þátt í ásamt hópi einstaklinga að uppbyggingu rafræns þekkingarsafns. Markmið þekkingarsafnsins er að búa til auðvelda og skiljanlega leið svo leiðbeinendur öðlist skilning á einhverfunni og þeim aðferðum sem nýst hafa vel í vinnu með einstaklingum á einhverfurófi.
    Í ritgerðinni mun ég velta því fyrir mér hvort hægt sé að nota þekkingarsafnið fyrir einstaklinga með aðra fötlun en einhverfu á sérnámsdeild Fjölbrautaskólans við Ármúla. Í fyrsta kafla útskýri ég stuttlega fötlun og þær gagntæku þroskaraskanir sem hafa allmarga undirflokka og mynda einhverfurófið. Síðan fer ég nánar í sjálfsmynd einstaklinga með fötlun. Félagshæfni og sjálfsmynd eru tengd því með aukinni félagsfærni styrkist sjálfsmyndin. Til þess að styrkja félagshæfni hjá börnum og unglingum með einhverfu er stuðst við aðferðir eins og cat-kassann, sem er kennsluefni í hugrænni tilfinningalegri þjálfun og einnig félagshæfnisögur. Ég fjalla einnig um TEACCH, sem er skipulögð kennsla sem hentar mjög vel einstaklingum með röskun á einhverfurófi. Með því að skipuleggja umhverfið, setja upp dagskrá, vinnukerfi, sjónrænt boðskiptakerfi. En við vinnu á þekkingarsafninu var tekið fram að þessi þáttur væri mikilvægur að setja upp fyrir þátttakendur á sumarnámskeiðinu. Ég lagði könnun fyrir starfsfólk sérnámsbrautar Fjölbrautarskólans við ármúla. En með henni vildi ég fá fram þeirra skoðun á því að hvort hægt væri að nota þekkingarsafnið til aukinnar fræðslu starfsfólks.

Samþykkt: 
  • 5.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar_2603783849_aj[1].pdf558.15 kBLokaðurHeildartextiPDF