is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6903

Titill: 
  • Skaðabótaábyrgð starfsmanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar er skaðabótaábyrgð starfsmanna. Leitast verður við að svara spurningunni um það hver réttarstaða starfsmanna er vegna tjóns sem þeir valda vinnuveitanda sínum eða þriðja manni í starfi sínu. Hugtakið starfsmaður, í skilningi hinna almennu reglna um ábyrgð starfsmanna í skaðabótalögunum, tekur til þeirra sem vinna eitthvert verk að beiðni annars manns. Laun eða annað endurgjald er ekki skilyrði fyrir því að viðkomandi falli undir reglurnar. Það eru því mjög margir sem falla undir þessar reglur. Því er afar brýnt að ekki ríki óvissa um gildandi rétt á þessu sviði. Í þessari ritgerð er leitast við að skýra réttarstöðu þessara einstaklinga. Farin var sú leið að skýra réttarstöðuna út frá skrifum íslenskra, danskra og norskra fræðimanna sem og íslenskri og danskri dómaframkvæmd. Er það eðlilegt, þar sem hin almennu ákvæði í skaðabótalögunum um ábyrgð starfsmanna eru þýdd beint upp úr dönsku skaðabótalögum.
    Niðurstaða þessarar ritgerðar er sú að samkvæmt skaðabótalögum er meginreglan sú að starfsmaður beri ekki ábyrgð á tjóni sem hann veldur. Í lögum eru þó sérreglur um ábyrgð starfsmanna í hlutafélaga-, einkahlutafélagalögum og lögum um sameignarfélög sem leggja víðtækari ábyrgð á herðar starfsmanna en almennu reglurnar í skaðabótalögum. Þær sérreglur gilda þó aðeins um ákveðna starfsmenn. Falli starfsmaður ekki undir þessar tilteknu reglur, þá gilda um hann hinar almennu reglur skaðabótalaga um ábyrgð starfsmanna. Þær reglur er að finna í 3. mgr. 19. gr. og 23. gr. skaðabótalaga. Af þeim reglum má álykta að starfsmaður verði að öllum líkindum að hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi eða ásetning til þess að ábyrgð verði felld á hann.
    Niðurstaða þessarar ritgerðar skýrir réttarstöðu þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eru starfsmenn. Er það sérstaklega mikilvægt núna, þegar líklegt er að mörg skaðabótamál séu í býgerð í sambandi við efnahagshrunið í október 2008.

Samþykkt: 
  • 8.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga-Saemundsdottir_BA-2010.pdf249.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna