is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6906

Titill: 
 • Borgaralegar hjónavígslur í samanburði við vígslur á vegum trúfélaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hér er leitað svara við því hvort framkvæmdareglur sýslumannsembætta, þegar kemur að borgaralegri hjónavígslu, leiði af sér ólögmæta mismunun samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 fyrir hjónaefni sem hana kjósa samanborið við hjónaefni sem kjósa vígslu á vegum þjóðkirkjunnar eða annarra trúfélaga. Sum sýslumannsembætti gefa hjónaefni einungis saman á virkum dögum á opnunartíma skrifstofu og sömuleiðis getur hjónavígsla einungis farið fram á skrifstofu embættanna. Afleiðingar þessa eru að hjónaefni sem kjósa vígslu á vegum þessara sýslumannsembætta eiga ekki kost á að vígjast lögformlega frammi fyrir fjölskyldu og vinum á frídegi í samræmi við rótgróna menningarlega hefð. Niðurstaða höfundar er að ekki sé um ólögmæta mismunun að ræða.
  Könnun um framkvæmd borgaralegra hjónavígslna var send til allra sýslumannsembætta landsins. Niðurstöður sýna sveigjanleika hjá flestum embættum þegar kemur að vígslutíma og vígslustað en þrjú embætti skera sig þar úr. Einnig var fjallað um aðrar leiðir í lagasetningu sem ekki hafa þennan aðstöðumun í för með sér á milli hjónaefna sem kjósa annars vegar borgaralega vígslu og hins vegar vígslu á vegum trúfélaga.
  Í ritgerðinni er fjallað um mannréttindaákvæði sem vernda rétt karla og kvenna á hjúskaparaldri til að stofna til hjúskapar. Einnig er umfjöllun um íslenskar réttarreglur um hjónavígsluna, hjónavígslumenn, vígsluskyldu og vígsluheimild, framkvæmd vígslu, skilyrði fyrir réttaráhrifum og eftirfarandi staðfestingu.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis seeks to answer the question if the policies of the offices of district magistrates concerning civil marriages lead to illegitimate discrimination according to article 65 of the constitution no. 33/1944 against couples who choose civil marriage. Some of the district magistrates only marry couples on workdays, during office hours and only at their office. The consequences of this are that couples who choose civil marriage at those offices cannot marry legally in front of their families and friends on a holiday in conformity with an ingrained cultural tradition. The conclusion is that there is not an illegitimate discrimination against those couples.
  A survey concerning the praxis of civil marriage ceremonies was sent to all the offices of district magistrates. The outcome of the survey show that most offices of district magistrates are flexible when it comes to time and place for the ceremony. There is coverage about other options in legislation which do not lead to this disadvantage between couples who choose civil marriage and couples who choose to marry at the established church or some other sect.
  There is a coverage concerning human right provisions which protect the right of men and women to marry. There is also a coverage concerning Icelandic laws which govern the marriage ceremony, who can legally marry couples, when they are obliged to marry and when they are allowed, the transaction of the ceremony, the requirements for judicial effects and subsequent validation.

Samþykkt: 
 • 8.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda-Katrin-Stefansdottir_BA-2010.pdf300.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna