en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/6910

Title: 
  • Title is in Icelandic Snemmtæk íhlutun í lestri : rannsókn á árangursríkri lestrarkennslu í 1. bekk grunnskóla
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmiðið með þessari rannsókn er að afla og miðla faglegum upplýsingum um snemmtæka íhlutun í lestrarkennslu. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð. Gagna var aflað í tveimur grunnskólum með viðtölum við sex grunnskólakennara, þrjá umsjónarkennara og jafnmarga sérkennara sem kenna 1. bekk og hafa að leiðarljósi snemmtæka íhlutun í lestrarkennslunni. Gengið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvers konar kennsluaðferðir einkenna snemmtæka íhlutun í lestri í 1. bekk grunnskóla? Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að snemmtæk íhlutun í lestri í þeim skólum, sem rannsóknin náði til, felist meðal annars í samstarfi leikskóla og grunnskóla í þeim tilgangi að brúa bilið milli skólastiganna. Það var gert með því að fylgja eftir skimunarprófum úr leikskóla í grunnskóla. Börn, sem samkvæmt skimunarprófi í leikskóla töldust í áhættu varðandi lestrarerfiðleika, fengu strax við upphaf grunnskóla lestrarkennslu í litlum hópi og þau sem verst stóðu einstaklingskennslu hjá sérkennara. Snemmtæk íhlutun fólst einnig í því að lögð var áhersla á reglubundið mat á lestrargetu yfir fyrsta skólaárið. Þá var jafnframt lögð áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu sem byggir á árangursríkum raunprófuðum kennsluaðferðum sem fela í sér þjálfun hljóðkerfisfærni, kennslu í hljóðaaðferð, lesfimi og lesskilningi. Í báðum skólunum var lögð áhersla á samstarf umsjónarkennara og sérkennara sem unnu í nánu samstarfi með nemendahópinn. Kennslufyrirkomulagið í öðrum skólanum var með þeim hætti að leitast var við að mæta þörfum allra nemenda með því að skipuleggja einstaklingsmiðaða nálgun í smærri færnimiðuðum hópum. En í hinum skólanum var reynt að mæta nemendum með því að skipuleggja einstaklingsmiðaða kennslu út frá svæðavinnu. Í skólunum var verið að nálgast einstaklinginn á aðeins ólíkan hátt en með sama markmiðið að leiðarljósi. Fram kom í viðtölum að góður árangur í lestri í lok skólaársins væri ekki síst að þakka undirbúningi lestrarkennslunnar með skimun og mati, ásamt raunprófuðum markvissum kennsluaðferðum og kennsluskipulagi þar sem foreldrar og kennarar höfðu náið samstarf.

Accepted: 
  • Nov 9, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6910


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þóra Sigurðardóttir M.Ed. ritgerð.pdf641,1 kBOpenHeildartextiPDFView/Open