is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6916

Titill: 
 • Rannsóknin á bankahruninu og rétturinn til að fella ekki á sig sök
 • Titill er á ensku The Investigation of the Collapse of the Icelandic Banks and the Privilege Against Self-Incrimination
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rétturinn til að fella ekki á sig sök er talinn felast í ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Rétturinn á ekki aðeins við í sakamálarannsókn heldur kemur hann einnig til álita við rannsókn mála á stjórnsýslustigi. Mörg þeirra mála, sem koma til rannsóknar vegna bankahrunsins, eru rannsökuð á stjórnsýslustigi áður en þau koma til sérstaks saksóknara. Álitaefnið er hvort og hvernig hægt er að nýta upplýsingar og/eða gögn sem aflað er við rannsókn utan refsivörslukerfis sem sönnunargögn í refsimáli síðar.
  Í ritgerðinni er í fyrsta lagi farið yfir dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu um réttinn til að fella ekki á sig sök. Í öðru lagi er könnuð réttarframkvæmd hér á landi og í þriðja lagi er athugað hvernig íslensk lagaákvæði samræmast túlkun Mannréttindadómstólsins.
  Mannréttindadómstóllinn hefur einkum talið að brotið sé gegn réttinum í tvenns konar tilvikum. Annars vegar á stjórnsýslustigi þegar maður, sem telst borinn sök um refsiverða háttsemi í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, er þvingaður til að veita upplýsingar sem gætu fellt á hann sök í refsimáli. Hins vegar í málum þar sem maður er beittur þvingun áður en grunur vaknar um refsiverða háttsemi og upplýsingar, sem fellt geta sök á hann, eru síðan notaðar gegn honum í refsimáli.
  Réttarstaðan er gjörólík hér á landi eftir því hvaða stjórnsýslustofnun fjallar um mál áður en það kemur til kasta sérstaks saksóknara. Að því er sumar stjórnsýslustofnanir varðar er ekki við nein lagaákvæði að styðjast um það hvort og þá hvernig hægt er að nýta upplýsingar sem aflað er á stjórnsýslustigi sem sönnunargögn í sakamáli síðar. Um aðrar stjórnsýslustofnanir gilda hins vegar ákvæði sem veita mun meiri vernd að þessu leyti en túlkun Mannréttindadómstólsins gefur tilefni til. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á rannsókn mála sem tengjast bankahruninu.

 • Útdráttur er á ensku

  The privilege against self-incrimination is a constituent element of the basic principles of a fair procedure inherent in the Icelandic Constitution and the European Convention on Human Rights. This privilege does not only apply to criminal proceedings, but is likewise considered in investigations by an administrative body. Many of the cases which come under investigation on account of the collapse of the banks are investigated by an administrative body before being investigated by the Special Prosecutor. The issue at hand is whether and how evidence procured during investigation outside the criminal justice system can be used as evidence in a subsequent criminal trial.
  This thesis covers firstly the European Court of Human Rights´ case-law, regarding the privilege against self-incrimination. Secondly, it explores domestic judicial enforcement and thirdly, it covers how Icelandic law provisions coordinate with the interpretation of the ECHR.
  First, there are cases relating to the use of compulsion for the purpose of obtaining information which might incriminate the person concerned in pending or anticipated criminal proceedings against him, or in respect of an offence with which that person has been “charged” within the autonomous meaning of Article 6 § 1. Second, there are cases concerning the use of incriminating information compulsorily obtained outside the context of criminal proceedings in a subsequent criminal prosecution.
  National law varies considerably depending on which administrative authorities or regulators cover a case before it lands with the Special Prosecutor. Where some administrative authorities are concerned, there are no law provisions regarding whether and how information procured by an administrative body can be used in a subsequent criminal trial. With other administrative authorities, there are certain effective provisions which provide more extensive protection in this respect than the ECHR´s case-law gives cause for. The effect this will have on the investigation of the banking collapse remains uncertain.

Samþykkt: 
 • 9.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigridur-Arnadottir_ML-2010.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna