is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6921

Titill: 
  • „Víst vil ég lesa ...“ : undirstöðuþættir lestrarnáms í leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna áherslur leik- og grunnskólakennara á málörvun og þjálfun í undirstöðuþáttum lestrar, hvernig niðurstöður skimunarprófsins HLJÓM-2 eru nýttar í leik- og grunnskólum, samfellu milli leik- og grunnskóla og væntingar forráðamanna um lestrarnám barna sinna.
    Rannsóknaraðferðir voru megindlegar þar sem spurningalistar voru notaðir til að safna gögnum. Leik- og grunnskólar í Árnessýslu og foreldrar nemenda 1. bekkja grunnskóla mynduðu þann hóp sem rannsóknin náði til en hún var gerð á vetrarmánuðum 2010.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að mikil áhersla er lögð á málörvun í leikskólum en ekki er unnið markvisst með umskráningu. Deildarstjórar leikskóla eru ánægðir með nýtingu á skimunarprófinu HLJÓM-2. Kynning þeirra á notkun þess eftir skimun virðist þó ekki ná til hluta foreldra. Flestir umsjónarkennarar 1. bekkja fá upplýsingar um niðurstöður HLJÓM-2 en rúmlega helmingur þeirra telur sig nýta niðurstöður við kennslu. Fram kemur einnig að umsjónarkennarar þekkja skimunarprófið HLJÓM-2 takmarkað og meiri hluti þeirra fær ekki upplýsingar um þá þjálfun sem unnin er í leikskólum í framhaldi af skimun. Samkvæmt rannsókninni fær meiri hluti nemenda sem sýndi slaka eða mjög slaka færni á HLJÓM-2 ekki sérstakan stuðning í 1. bekk. Þeir fá allir mál- og hljóðkerfisæfingar og fylgja sömu námskrá og aðrir í bekknum.
    Menntun foreldra virðist ekki hafa áhrif á væntingar þeirra til lestrarnáms barnsins. Flestir foreldrar fylgdust vel með lestrarnámi barna sinna og töldu sig fá góðar upplýsingar um það frá grunnskólanum. Meirihluti foreldra les oftast á hverjum degi fyrir börn sín frá eins til fimm ára en það minnkar töluvert þegar þau eru komin í grunnskólann. Í öllum skólum úrtaksins er samstarf milli leikskóla og grunnskóla. Mikill munur er á samstarfi eftir stærð skóla og er það meira hjá minni skólunum.

Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B5 Víst vil ég lesa.pdf2.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna