is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6923

Titill: 
  • ¿Qué tal? : námsefni í spænsku fyrir byrjendur
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið er samning námsefnisins ¿Qué tal? . Námsefnið eru kennslubækur fyrir byrjendur í spænsku og samanstendur af lesbók, vinnubók og kennsluleiðbeiningum. Námsefnið er sérstaklega samið fyrir nemendur í níunda og tíunda bekk í grunnskóla sem velja sér spænsku sem val. Höfundur hefur sjálfur kennt þennan áfanga í þrjú ár og safnað þannig góðum og ítarlegum upplýsingum um það sem nemendur vilja læra, til dæmis með spurningakönnunum. Þannig hefur námsefnið smám saman verið að þróast en fyrsta námsefnið var tilraunakennt veturinn 2009 – 2010. Í kjölfar kennslu bókarinnar hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklar endurbætur verið gerðar á öllum þremur bókunum.
    Í greinargerðinni sem fylgir efninu er hugmyndafræðin sem liggur að baki námsefnisins rædd en þar ber helst að nefna hugsmíðahyggju, fjöldgreindakenningu Howard Gardners og kenningar um einstaklingsmiðað nám. Því næst eru ræddar kenningar um tungumálanám og kennslu. Í þeim kafla er fjallað um tjáskiptamiðaða kennslu sem bókin byggist mikið á, hlutverk málfræðinnar og hvernig skilgreina má skilvirka tungumálakennslu. Einnig er fjallað um nemendasjálfstæði, hvernig hægt er að hjálpa nemendum að verða sjálfstæðir nemendur og bera ábyrgð á sínu eigin námi en í því sambandi eru m.a. ræddar ólíkar námsaðferðir. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er fjallað um hvernig námsefnið varð til, rakið hvernig það hefur þróast og skipulag þess. Þar eru kynntar niðurstöður spurningakannana sem lagðar voru fyrir nemendur. Fyrri könnunin fór fram áður en hafist var handa við gerð námsefnisins og voru nemendur m.a. beðnir um að koma með hugmyndir um efni áfangans, skemmtilegan tíma og skemmtilega kennslubók. Seinni könnunin fór fram í lok fyrstu annar tilraunakennslunnar og þar voru nemendur beðnir um að segja skoðun sína á kennslubókinni. Niðurstöður þessara kannanna voru einna helst að nemendur vilja læra grunnatriði í orðaforða og málfræði, hafa nóg af skemmtilegum æfingum og verkefnum og mikið af myndum en allar þessar hugmyndir hafa verið teknar til greina við gerð námsefnisins.

Samþykkt: 
  • 10.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_HildurJonsdottir.pdf631.51 kBLokaðurGreinargerðPDF
Quetal_lesbok.pdf7.82 MBLokaðurFylgiskjölPDF
Quetal_vinnubok.pdf2.27 MBLokaðurFylgiskjölPDF
Quetal_kennsluleidbeiningar.pdf3.05 MBLokaðurFylgiskjölPDF