is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6924

Titill: 
 • Raddir barna - barnafundur : hlustað á sjónarmið barna um margbreytileika, möguleika og hindranir í skóla- og félagsstarfi
 • Titill er á ensku Voices of children - children´s workshop
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um rannsókn þar sem hlustað var á raddir barna á
  aldrinum 12-15 ára um skóla- og félagsstarf út frá hugmyndum þeirra um margbreytileika, möguleikum sem þau sjá til að allir geti tekið þátt og hindrunum sem þau mæta. Markmiðið var að beina sjónum að skoðunum íslenskra barna um þessi atriði og leyfa sjónarmiðum þeirra að heyrast.
  Rannsóknarspurningar voru:
   Hvernig skilja börn á aldrinum 12-15 ára margbreytileika?
   Hvaða möguleika og hvaða hindranir sjá þau fyrir fullri þátttöku allra í skóla- og félagsstarfi?
   Hvað geta skólar/kennarar lært af því að hlusta á raddir barna
  og nýtt til að byggja brýr skilnings og gagnkvæmrar virðingar
  milli ólíkra hópa?
  Fjallað er um bakgrunn þess að hlusta á raddir barna m.a. í
  alþjóðlegum sáttmálum og yfirlýsingu, íslenskum grunnskólalögum og
  aðalnámskrá grunnskóla. Í kenningakafla er fjallað um mótunarkenningar(e. social constructionism), kenningar um félagsauð (e. social capital),skóla án aðgreiningar (e. inclusive school/eduction), lýðræði, vald og áhrif markaðsafla á skólann og hinun (e. othering), rannsóknir ýmissa aðila á röddum barna og um mælikvarða á þátttöku barna í rannsóknum. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði. Gögnum var safnað með tækni sem byggir á vikri þátttöku, tækni opinna funda (e. open space technique). Gögnum var safnað á barnafundi sem var haldinn 23. maí
  2009. Sautján börn tóku þátt í fundinum frá sjö skólum. Niðurstöðukaflar eru um hugmyndir barna um réttindi barna, hverjir eru skildir út undan í skóla- og félagsstarfi, um áhrif skipulags skólans og hver það er sem hefur valdið í samskiptum innan skólans. Helsta niðurstaða rannsóknarinnar var að nauðsynlegt er að gefa börnum tækifæri til að láta rödd sína heyrast um það sem fram fer í skólanum. Börnin sem tóku þátt í
  fundinum vilja vera virkir þátttakendur í ákvörðunum um eigin aðstæður í skóla og félagslífi. Börnin mættu ýmsum hindrunum og höfðu hugmyndir að lausnum sem skólar/kennarar geta lært af og nýtt við skipulagningu og daglegt starf í skólum.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar
  Umboðsmaður barna
Athugasemdir: 
 • Raddir barna
  Barnafundur
  Sérkennslufræði
  Félagsauður
  Skóli án aðgreiningar
  Lýðræði
  Hinun
  Vald
  Þátttaka barna
  Margbreytileiki
  Hindranir
Samþykkt: 
 • 10.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Ragnheiður Axelsdóttir_lokaeintak.pdf776.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna