en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/6930

Title: 
  • Title is in Icelandic Tengsl uppeldishátta og sjálfstrausts við þróun lotugræðgi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna hvort tengsl væru á milli uppeldishátta foreldra í æsku og lotugræðgi barna þeirra á fullorðinsárunum og í öðru lagi að kanna hvort að sjálfstraust miðli þessum tengslum á milli breytanna. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð tengsl milli uppeldisháttanna ofverndunar og höfnunar við lotugræðgi og neikvæð tengsl milli tilfinningahlýju og lotugræðgi. Heildarfjöldi þeirra kvenna sem luku þátttöku í rannsókninni var 408. Konurnar voru á aldrinum 18-35 ára. Listarnir sem notaðir voru í rannsókninni eru Bulimia Test – Revised (BULIT-R), Egna Minnen Beträffande Uppfostran (EMBU) og Rosenberg Self-Esteem Scale (RSE). Lýsandi tölfræði var reiknuð fyrir allar breytur og undirkvarða þeirra. Gerð var marghliða aðfallsgreining til þess að meta hvort að beint samband væri að finna á milli uppeldishátta og lotugræðgi. Niðurstöður voru þær að jákvætt samband var að finna á milli uppeldisháttanna höfnunar og ofverndunar við lotugræðgi og neikvætt samband var að finna á milli tilfinningahlýju og lotugræðgi. Ef sjálfstraust spilar sem miðlunarbreyta milli uppeldishátta og lotugræðgi, eins og spáð er fyrir í þessari rannsókn, þá ættu að vera tengsl á milli sjálfstrausts og lotugræðgi og á milli uppeldishátta og sjálfstrausts. Niðurstöður marghliða aðfallsgreiningar leiddu í ljós neikvætt samband á milli sjálfstrausts og lotugræðgi. Hátt sjálfstraust spáir því ekki fyrir um lotugræðgi. Niðurstöður leiddu einnig í ljós neikvætt samband á milli uppeldisháttanna höfnunar og ofverndunar við sjálfstraust og jákvætt samband á milli tilfinningahlýju og sjálfstrausts. Í lokin var gerð marghliða aðfallsgreining til að kanna hvort sjálfstraust þjóni sem miðlunarbreyta á milli uppeldishátta og lotugræðgi. Sú tilgáta var studd. Niðurstöður sýndu fram á að samband höfnunar, ofverndunar og tilfinningahlýju við lotugræðgi var ekki lengur marktækt eftir að sjálfstrausti var bætt inn í jöfnuna.

Accepted: 
  • Nov 12, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6930


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerð - lokaskil.pdf368.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open