is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6931

Titill: 
 • Eru umræður hluti af stærðfræðikennslunni í 7. bekk? : hugsmíðihyggja, trú á eigin getu, gagnvirkar umræður og árangur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa verks var að skoða hvort viðhorf kennara til
  hugsmíðihyggju og trú þeirra á eigin getu verði til þess að þeir leggi áherslu á gagnvirkar umræður í stærðfræðikennslu. Ásamt því að skoða hvort þessir þættir hafi áhrif á árangur og framfarir nemenda í 7. bekk á samræmdu prófi í stærðfræði. Þátttakendur í rannsókninni voru 29 kennarar af höfuðborgarsvæðinu sem kenndu 34 sjöundu bekkjum eða um 27% bekkjanna ef miðað er við tölur Námsmatsstofnunar. Kennararnir svöruðu spurningalista eða matslista sem mældi viðhorf til hugsmíðihyggju og trú á eigin getu. Rannsakandi heimsótti kennara og fylgdist með hvernig umræður þeir notuðu í kennslunni. Meginmarkmiðið var að greina hvort notaðar væru gagnvirkar umræður þar sem lögð er áhersla á virkni nemenda í að velta upp hugmyndum, ræða, bera saman og rökstyðja aðferðir og lausnaleit. Að lokum voru með aðstoð Námsmatsstofnunar reiknaðar út nýjar einkunnir nemenda úr samræmdum prófum út frá flokkun dæma í bein reikningsdæmi og dæmi sem teljast vera þrautir eða samsett lesdæmi. Þessar einkunnir ásamt framfarastuðlum voru svo tengdar rannsóknarniðurstöðum viðeigandi kennara. Í ekki stærra úrtaki en hér er um að ræða getur verið erfitt að álykta um niðurstöður yfir á þýði. Þess vegna er að mestu stuðst við lýsandi tölfræði til að greina niðurstöður. Rannsóknin nær samt sem áður til 27% 7. bekkja á höfuðborgarsvæðinu og getur því a.m.k. gefið vísbendingarum heildarmyndina.
  Helstu niðurstöður sýndu að flestir kennaranna höfðu mikla trú á eigin getu og frekar jákvæð viðhorf til hugsmíðihyggju. Ekki reyndist vera fylgni á milli þessara þátta hjá einstaklingum. Þegar litið er til hversu mikið kennarar nota gagnvirkar aðferðir í bekkjarumræðum eða í hópvinnu nemenda kom í ljós að rétt rúmlega helmingur hópsins notaði aldrei slíkar umræður en hins vegar notuðu fjórir kennarar yfir 40% kennslutímans í gagnvirkar bekkjarumræður. En gagnvirk umræða birtist ekki bara í umræðutímum og í ljós kom að níu kennaranna notuðu meira
  en 40% kennslutímans í gagnvirkt samstarf.
  Viðhorf kennara til hugsmíðihyggju virtist hafa áhrif á gengi nemenda í samræmdu prófi, sérlega á þrautahluta prófsins. Hins vegar virtust aðrir þættir ekki hafa áhrif á árangur svo sem trú á eigin getu eða kennsluaðferðir kennaranna.

Samþykkt: 
 • 12.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6931


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni Sóley Sigurþórsdóttir.pdf660.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna