is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6932

Titill: 
 • Lífsleikni og trúarbragðafræði í grunnskólum : hvað sameinar og hvað skilur að siðfræðilegan grundvöll þessara greina
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hvati ritgerðarinnar, og vinnutilgáta um leið, er að lítt hafi verið hugað að skörun eða samvinnu kennslugreinanna lífsleikni annars vegar og kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði hins vegar en áfanga- og þrepa¬markmið þeirra eru sláandi lík í Aðalnámskrá fyrir unglingastig grunnskólans.
  Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort grundvöllur sé fyrir þessi fög að vinna betur saman hvað varðar inntak og aðferðir. Varpað er ljósi á samband eða sambandsleysi þeirra siðfræðiáherslna sem lífsleiknin og trúarbragðafræðin hvíla á, farið yfir helstu forsendur greinanna og tæpt á sögu og gerð námskránna. Með því er leitast við að svara hvort veraldlegar og trúarlegar siðfræðiáherslur séu í eðli sínu ólíkar og eigi þess vegna fáa sameiginlega kenninga- og heimspekifleti til að byggja á. Ef svo er, með hvaða hætti er þá hægt að brúa það bil?
  Niðurstöður byggjast annars vegar á lestri fræðilegs efnis um veraldlega og trúarlega siðfræði og úrvinnslu þess en hins vegar á gögnum og skjölum frá menntamálaráðuneytinu ásamt viðtölum við þrettán sérfræðinga innan Háskólans, í grunnskólum og menntamála¬ráðuneytinu. Viðtölin voru ýmist formleg og óformleg. Óformlegu viðtölin tengjast sögulegum hluta ritgerðarinnar en hin formlegu tengjast praktískum hluta hennar. Megin niðurstaða ritgerðarinnar er að lítil fyrirstaða sé til að greinarnar geti unnið betur saman. Helst má nefna að tíminn sem greinarnar fá úthlutað í viðmiðunarstundaskrá er naumur og það vantar upp á fagþekkingu kennara í heimspeki og trúarbragðafræði. Þá kemur fram árekstur milli trúarlegra og veraldlegra lífsskoðana innan skólans sem þyrfti að fara betur í saumana á.

 • Útdráttur er á ensku

  Life Skills and Religion Studies in Compulsory Schools :What Unifies and Separates the Ethical Foundations of these Subjects?
  The premise and working hypothesis of this dissertation is that little consideration has been given to the overlap and possibilities for co-operation between the subject life skills on the one hand and the subject Christian studies, ethics and religious studies on the other hand, despite the fact that the completion and intermediate objectives for these subjects, as set out in the National Curriculum Guide, are strikingly similar at the upper compulsory school level.
  The main objective of this dissertation is to examine whether there are grounds for greater co-ordination between these subjects, both in terms of substance and methods. The relationship, or lack of relationship, between the moral beliefs underlying life skills and religious studies will be explored, the main foundations of the subjects concerned will be considered and an overview will be given of the history and nature of the relevant Icelandic national curricula. In so doing an attempt will be made to answer the question of whether secular and religious moral beliefs are inherently different and thus largely incompatible on a theoretical and philosophical level, and if so, what can be done to reconcile these differences.
  The findings of the dissertation are based on the reading and interpretation of theoretical texts on secular and religious ethics as well as documents and information obtained from the Ministry of Education and interviews with thirteen experts from the University of Iceland, compulsory schools and the Ministry of Education. The interviews were conducted either formally or informally. The informal interviews relate to the historical aspects of the dissertation while the formal interviews relate to its practical aspects. The main conclusion of the dissertation is that greater co-ordination between the subjects concerned should be possible. Currently such co-ordination is mainly hampered by the limited teaching time devoted to these subjects in the reference timetable and a lack of professional knowledge of teachers in philosophy and religious studies. The dissertation also reveals a conflict between religious and secular attitudes within the schools, which is a matter that requires further study.

Samþykkt: 
 • 12.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_M.Ed.pdf402.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna