is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6934

Titill: 
  • Reynslumiðað nám í félagsmiðstöð : skilar yfirlýst stefna um reynslumiðað nám í félagsmiðstöð þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík er lítil en mjög virk félagsmiðstöð sem tekur þátt í starfi Samfés og stendur auk þess fyrir fjölmörgum viðburðum ár hvert. Ozon er jafnframt ein af þeim félagsmiðstöðvum á landinu sem hefur það að yfirlýstri stefnu sinni að grunnhugmyndir starfsins séu sóttar í kenningar um reynslunám, virka þátttöku og skapandi starf. Félagsmiðstöðin
    hefur haldið þessari stefnu á lofti og stjórnandi hennar, sem er lærður tómstunda- og félagsmálafræðingur, telur að henni sé vel framfylgt í starfi miðstöðvarinnar.
    Í þessari rannsóknarritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu athuga hvort þessi stefna skili í raun og veru þeim markmiðum sem reynslunámi er ætlað að ná. Það er gert með tvíþættri umfjöllun, annars vegar fræðilegri umfjöllun um reynslunám, lykilhugtök þess, kenningar, aðferðir og markmið og hins vegar með umfjöllun um hefðbundið starf félagsmiðstöðvarinnar Ozon og birtingarmynd reynslumiðaðs náms í því starfi. Í framhaldi af því verður lagt mat á árangur námsins með eigindlegum rannsóknaraðferðum, annars vegar með opnu viðtali við forstöðumann miðstöðvarinnar og hins vegar með opnum viðtölum við unglinga sem notfæra sér starfsemi miðstöðvarinnar í dag og ungs fólks sem notaði hana áður fyrr.

Samþykkt: 
  • 17.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6934


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
reynslumidad-nam-felagsmidstod.pdf602.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna