Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6935
Lokaverkefni þetta er 10 ECTS eininga BA verkefni á þroskaþjálfabraut við Háskóla Íslands. Verkefnið byggir á úrvinnslu heimilda um þjónustu við fatlað fólk, hlutverk, ábyrgð og skyldur starfsfólks sem starfar með fötluðu fólki. Leiðbeinandi þessa verkefnis er Sigrún Þ. Broddadóttir aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Þessi greinargerð er fræðilegur bakgrunnur fræðsluefnis fyrir starfsfólk sem starfar með fötluðu fólki. Greinargerðin var unnin á árunum 2008 – 2010. Markmiðið með fræðsluefninu er að vekja starfsfólk til umhugsunar um mikilvægi þess að sinna störfum sínum af virðingu og alúð. Einnig að kynna starfsfólk fyrir þeirri hugmyndafræði sem unnið er eftir með fötluðu fólki og þau lög og mannréttindi sem því ber virða. Hlutverk starfsfólks í lífi fatlaðs fólks er oft mjög veigamikið, ekki bara sem aðstoðarfólk við athafnir daglegs lífs heldur líka félagslega. Virðing fyrir öllum einstaklingum er lykill góðs starfsmanns að árangri í starfi, virðingin fyrir lífi og rétti hvers og eins sama hver hann er eða hvað hann er. Starfsfólk er í þeirri aðstöðu að það tekur þátt í daglegu lífi einstaklinga og getur því aukið markvisst jákvæð viðhorf samfélagsins til fatlaðs fólks. Starfsreynsla mín á vettvangi heimila fatlaðs fólks segir mér það líka að slíkt fræðsluefni myndi auðvelda starfsfólki að átta sig á skyldum sínum og hlutverki. Æskilegt er að slíkt fræðsluefni sé aðgengilegt fyrir starfsfólk.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Greinargerð.pdf | 315.98 kB | Lokaður | Greinargerð | ||
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Fræðsluefni.pdf | 550.1 kB | Opinn | Fræðsluefni | Skoða/Opna |