is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6939

Titill: 
  • Upphafskenningar eignaréttar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Barátta fyrri kynslóða fyrir auknum réttindum hefur leitt til viðurkenndra mannréttinda fyrir mannkynið. Ríki hins vestræna heims hafa gengið lengst í viðurkenningu á þeim og má segja að þar séu mannréttindi samhljóma. Byggir það á því að þau eiga rætur að rekja til sömu atburða og grundvallast á sömu upphafskeningunum. Ríki hins vestræna heims hafa flest sett sér stjórnarskrár sem tilgreina réttindi þessi og er eignaréttur er eitt þeirra. Fræðimenn á sviði eignaréttar telja hann mikilvægan ríkjum sem almenningi en á mismunandi forsendum. Þannig telja þeir að styrkur ríkis geti endurspeglast af eignum þess. Fyrir þegnana er hann mikilvægur af þeirri ástæðu þeir mega treysta því að fá notið réttinda sem þeir afla sér. Hins vegar innihalda eignaréttarákvæðin í stjórnarskránum skerðingarheimild fyrir stjórnvöld sem þau geta grundvallað eignarnám á að uppfylltum ákveðnum skilyrðum; að lagaboð komi til; að almenningsþörf krefji;og að fullt verð komi fyrir. Þó hafa eignaskerðingar án bóta viðgengist og byggja þær á sjónarmiðum sem kunna að vera í andstöðu við upphaflegan tilgang stjórnskipulegrar verndar eignaréttarins. Í þessari ritgerð er reynt að varpa ljósi á hverjar upphafskenningar eignaréttarins. Tilgangurinn er að athuga hvort eignaréttarverndin hafi tekið breytingum sem samræmast ekki tilgangi upphafskenningana og, ef svo er, hverjar afleiðingar þess séu á stjórnskipulega vernd eignaréttarins. Til þess að gera það var horft til skrifa upphafskenningamanna í ljósi tveggja umdeildra eignarandlaga, aflaheimilda og skipan vatnamála. Niðurstaðan er sú að breytingar hafa átt sér stað á eignarétti sem gera stöðu hans óljósa, t.d. í ljósi þessara tveggja sviða. Að mati höfundar er þörf er á skýra stöðu eingaréttarins á nýjan leik til að traust geti ríkt á nýjan leik til samræmis við upphafskenningarnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Throughout the ages generations have strived for acknowledgement of human rights. It has lead to a great progress. The Western world has recognized Human Rights which are unanimous. They are based upon the same roots and share the same origins of principles. Most Western states have assured these rights by setting forth constitutions which specify the rights, instruments of a great value. Property Rights are amongst them. Scholars on the field of Property Rights, consider them highly important both for states and citizens. The strength of state can be shown in its possessions. For citizens it is considered important of the simple fact that they can peacefully enjoy their properties. On the other hand the constitutional clauses of property rights also authorize states to take possessions belonging to the citizens with expropriation. That they can do by fulfill certain conditions; that it is done Due process of law; that it is done for public use; and that done by just compensation. Still takings are executed which do not meet all these requirements. In this thesis the origins of property rights are researched and if states and courts of law have changed the protection of property rights. Mainly the focus is on the original concept of property rights but in the light of modern law of two natural sources, fisheries and water. Law´s regarding them have been evolving throughout last century. The conclusion is that some changes have been made on the protection which can lead to uncertainty of the rights which needs to be cleared.

Samþykkt: 
  • 18.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gisli-Kr-Bjornsson_ML-2010.pdf842.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna