Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6941
Hugmyndir um manngildi og réttindi einstaklinga hafa verið uppi allt frá fornöld. Frá þeim tíma hafa fræðimenn þó deilt um hvert inntak þeirra sé í raun. Mannréttindahugtakið eins og það þekkist í dag byggir á fjölhyggju slíkra kenninga, en í flestum mannréttindasáttmálum sem nú eru í gildi er litið svo á að mannréttindi séu meðfædd grunnréttindi hverrar manneskju. Þrátt fyrir þau tíðkast mannréttindabrot um allan heim. Til að sporna við slíkum brotum hafa alþjóðasamtök lagt áherslu á að einstaklingar þekki rétt sinn og skyldur. Umræðan um mannréttindi og mannréttindakennslu hefur farið ört vaxandi bæði hérlendis og erlendis undanfarin ár, en Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu áratugnum 1994 - 2005 slíkri kennslu. Ísland hefur fullgilt Barnásáttmála Sameinuðu þjóðanna og undirritað samning um mannréttindakennslu. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknir að mannréttindakennsla hefur sjaldan verið skipulega á dagskrá íslenskra grunnskóla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemman.pdf | 699.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |