is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6943

Titill: 
  • „Maður er ekkert að baka handa sjálfum sér.“ Bakstursáhugi, uppskriftir og minningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ætlunin að varpa þjóðfræðilegu ljósi á íslenska bakstursmenningu eins og hún birtist í viðtölum við sex íslenskar konur. Ritgerðinni er skipt niður í þrjá kafla, auk inngangs og lokaorða. Í fyrsta kaflanum verður fjallað um bakstursáhuga viðmælenda minna meðal annars með tilliti til áhrifavalda, hvenær áhuginn kviknaði og hvenær þær byrjuðu að baka. Í öðrum kafla verður lögð áhersla á uppskriftir sem eru órjúfanlegur þáttur í bakstursmenningunni. Skoðað verður hvernig uppskriftir ferðast á milli kvenna, hvaða uppskriftir eru notaðar og hvernig haldið er utan um þær. Í þriðja og síðasta kaflanum verður sjónum beint að minningum og áhrifum þeirra á bakstursmenningu og hefðir viðmælenda minna fyrr og nú.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að uppeldi og fjölskylduhagir hafa mótandi áhrif á bakstursmenningu og þær hefðir sem skapast í kringum hana. Uppskriftasöfn eru hluti af hefðinni og með því að safna uppskriftum og öðru efni sem fer í söfnin er verið að viðhalda félagslegum samskiptum og efla tengsl. Í gegnum baksturinn tengjast konur hver annarri, til dæmis með því að deila uppskriftum, reynslu og kunnáttu. Minningar eru jafnframt stór hluti af öllu því sem hér hefur verið nefnt. Þær hafa meðvitað og ómeðvitað áhrif á bakstursmenninguna þar sem fólk horfir gjarnan til uppruna síns og leitast við að endurvekja jákvæðar minningar í gegnum bakstur. Bakstursmenning helst einnig í hendur við fortíðarþrá og með því að viðhalda uppskriftum formæðra okkar getum við haldið tengslum við uppruna okkar.

Samþykkt: 
  • 19.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjhBA-skemman.pdf13.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna