is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6945

Titill: 
  • Starfsánægja starfsmanna í málefnum fatlaðra í Skagafirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknarskýrsla var unnin sumarið 2010 og er lögð fram sem 10 ECTS lokaverkefni til B.A.-prófs við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Í henni leitast ég við að svara rannsóknarspurningunni: Eru starfsmenn í málefnum fatlaðra í Skagafirði almennt ánægðir með starf sitt? og skoða einnig hvaða þættir það eru sem ýta undir ánægju og hvaða þættir það eru sem draga úr henni.
    Ég gerði megindlega rannsókn og lagði spurningakönnun fyrir fastráðna starfsmenn málefna fatlaðra í Skagafirði sem starfa í búsetu og dagþjónustu. Samtals 22 starfsmenn. Svör fengust frá 19 þeirra sem er um 86% svarhlutfall.
    Helstu niðurstöður eru þær að starfsmenn í málefnum fatlaðra eru almennt ánægðir með starf sitt. Það er þó greinilegt að hægt er að skipta starfsmönnunum upp í þrjá mismunandi hópa, þar sem einn þeirra lítur á vinnuna fyrst og fremst sem lifibrauð, annar lítur á hana sem leið til félagslegra tengsla og sá þriðji lítur á vinnuna sem tækifæri til að þroskast og þróast í starfi. Af þessum hópum er sá fyrsti minnst ánægður með starf sitt. Þeim ber að gefa nánari gaum og koma til móts við þá.

Samþykkt: 
  • 19.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6945


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja starfamanna í málefnum fatlaðra í Skagafirði.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna