Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6948
Verkefni þetta er unnið til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið fjallar um kennslubókina New Matrix Intermediate sem notuð er í ensku í 10.bekk grunnskóla, kosti og galla. Umfjöllunin verður að mestu um viðhorf til kennslubókarinnar af nemendum og kennurum. Og rætt verðum um hvort hún mæti nægjanlega þeim kröfum til að nemendur í 10. bekk grunnskóla nái enn frekari framförum í ensku. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við öflun gagnanna. Ýmislegt fróðlegt kom fram, meðal annars var mismunur á niðurstöðum eftir því hvort um var að ræða skriflega könnun eða viðtöl. Helstu niðurstöður voru þær að viðhorf nemenda var almennt frekar jákvætt gagnvart bókarflokkinum en frekar neikvætt af kennurum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaritgerð.pdf | 439.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |