is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6956

Titill: 
  • Börn og hundar: Samanburður á farsælum uppeldisháttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um kenningu Diönu Baumrind um uppeldishætti foreldra og þrjá mismunandi uppeldishætti hundaeigenda. Samkvæmt kenningu Baumrind nota foreldrar aðallega þrjá uppeldishætti við uppeldi barna sinna en þeir eru: leiðandi, -skipandi og eftirlátssamir uppeldishættir. Þeir uppeldishættir sem helst eru notaðir á hunda hér á landi eru byggðir á hugmyndum um styrkingu við jákvæða hegðun, hugmyndum um yfirráð og hugmyndum um hvatastjórnun. Í þessari ritgerð skoðar höfundur hvaða uppeldishættir það eru sem hafa reynst best bæði á börn og hunda og hvað þeir eiga sameiginlegt. Með því vill höfundur sýna fram á að svipaðir uppeldishættir virka, bæði á börn og hunda. Það skiptir máli að rétt sé farið að bæði með uppeldi börn og hunda til að koma í veg fyrir árekstra í samskiptum. Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að farsælustu uppeldishættirnir fyrir börn eru leiðandi uppeldishættir en fyrir hunda eru það uppeldishættir byggðir á styrkingu við jákvæða hegðun. Samanburður á þessum tveimur þáttum leiddi í ljós að margt er samhljóma sem bendir eindregið til þess að mjög svipaða uppeldishætti er hægt að nota á bæði börn og hunda.

Samþykkt: 
  • 24.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Jóhanna Ragnarsdóttir.pdf499.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna