is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6957

Titill: 
  • Mér líður illa þegar mér er strítt og þegar ég er ein
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi B.Ed ritgerð fjallar um einelti og áhrif þess á líðan barna. Í fyrri hlutanum er greint frá einelti og það skilgreint. Fjallað er um helstu þætti eineltis, hvers vegna sumir eru lagðir í einelti en aðrir ekki. Hverjir eru þolendur og hverjir gerendur og hver eru áhrif eineltis á þá. Margir telja sig vita út á hvað einelti gengur en færri vita þó hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir það. Sagt er frá mismunandi myndum eineltis og því hversu mikilvægt það er fyrir hvert barn að eiga vin/vini í skólanum. Greint er frá hlutverki leikskólans í starfi gegn einelti og hvers lags viðhorf og andrúmsloft er best, ef erfitt á að vera fyrir einelti að þrífast. Fjallað er um mikilvægi félags- og tilfinningaþroska barna, áhrif félagslegrar færni á líðan þeirra og hvert hlutverk leikskólans er varðandi þessa þætti. Dan Olweus og rannsóknum hans eru gerð skil en margir grunnskólar hafa einmitt notast við Olweus eineltisáætlunina, sem skilað hefur góðum árangri gegn einelti. Sagt er frá kennsluefninu Stig af stigi sem er fyrir börn á aldrinum 4 – 10 ára, þar sem félags og tilfinningaleg þjálfun er æfð.
    Rannsóknarspurningunni Hvaða forvörnum geta leikskólar beitt í baráttunni við einelti verður svarað. Skoðað er hvaða forvarnir leikskólar geta beitt í baráttu sinni gegn einelti og hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á einelti barna í leikskólum. Greind er eigindleg rannsókn sem höfundar gerðu á einelti í þremur leikskólum og hvaða úrbætur þarf til þess að leikskólar geti unnið markvisst gegn þeim vágesti sem einelti er. Í ljós kemur að lang flestir leikskólakennarar vilja meiri fræðslu varðandi einelti en álíka margir segjast (samt) vera óhræddir við að takast á við einelti. Fimmti hver segist hafa fengið fræðslu um einelti og jafn margir að oft (eða mjög oft) sé rætt um einelti í leikskólanum. Tvö af hverjum þremur telja sig koma auga á einelti eigi það sér stað en meirihluti er ekki viss um hvort einelti hafi átt sér stað í viðkomandi leikskóla síðastliðinn vetur.
    Fyrst og fremst var markmið okkar að kynna okkur einelti og fá svör við því hvort einelti eigi sér stað í leikskólum og hvernig er brugðist við því.

Samþykkt: 
  • 24.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mér líður illa þegar mér er strítt og þegar ég er ein.pdf848.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna