is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6961

Titill: 
  • Hvaða áhrif hefur fjölgreindarkenning Howard Gardners á leikskólastarf ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í uppeldis- og
    menntunarfræði og var unnin af Nínu Guðbjörgu Jóhannsdóttir á vorönn sumarmisseri 2010. Gerð var eigindleg athugun sem var ætlað að svara rannsóknarspurningunni „Hvaða áhrif hefur fjölgreindakenning Howard Gardners á leikskólastarf?“ Þrjár undirspurningar voru einnig hafðar að leiðarljósi við athugunina. Þær voru eftirfarandi: Hvernig er unnið með fjölgreindakenninguna í leikskólastarfinu? Hafa samskiptin á milli leikskólakennara og barna eitthvað breyst við að gengið sé út frá fjölgreindum? Er mikilvægt að leikskólar noti fjölgreindir í sínu starfi?
    Tekin voru viðtöl við þrjá leikskólakennara. Helstu niðurstöður eru þær að leikskólastarfið hefur breyst til betri vegar. Lögð er áhersla á að efla fleiri greindir en áður var gert og komið til móts við hvern einstakling fyrir sig. Leikskólakennarar eru farnir að koma öðruvísi fram við börnin og þeir sjá þau með jákvæðari augum en áður var gert.

Samþykkt: 
  • 25.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritger - LOKA 150910[1].pdf263.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna