is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn í Reykjavík > Lagadeild > ML verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6969

Titill: 
 • Jafnræðisreglan og lagaumhverfi um úthlutun leyfa til nýtingar á auðlindum í jörðu í ríkiseigu
 • Titill er á ensku The principle of equality and licensing og permits of exploitation of state-owned resources in the ground and seabed
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Við leyfisveitingar vegna rannsókna og/eða nýtingar á auðlindum í jörðu í eigu ríkisins ber stjórnvöldum að meta umsækjendur á grundvelli ákvæða sem lög þar að lútandi kveða á um en slík viðmið eru þó misnákvæm. Með tilvísun til réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins ber stjórnvöldum að byggja mat sitt á málefnalegum sjónarmiðum svo að lögmætt sé. Í þeim lögum er lúta að slíkri auðlindanýtingu er svigrúm til þess sem kalla má „frjálst mat“ stjórnvalda en eftir þ ví sem svigrúmið er meira er þeim mun meiri hætta á að matið stýrist ekki aðeins af þeim málefnalegu sjónarmiðum sem búa skulu að baki.
  Þegar sú staða kemur upp að fleiri en einn umsækjandi sækir um leyfi til rannsókna og/eða nýtingar á auðlind í jörðu í eigu ríkisins reynir sérstaklega á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er því hvort lög, sem leyfisveitingar á auðlindum í jörðu byggja á, gæti nægilega að jafnræði meðal umsækjenda.
  Þegar skoðað er á hvern hátt jafnræðisregla birtist í lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu hérlendis kemur í ljós að munur er á þ ví hversu vel ákvæði laganna tryggja jafnræði og að misræmis gætir þeirra á milli hvað varðar svigrúm stjórnvalda til matsá umsækjendum.
  Vegna þessa misræmis verður að telja að samræma þurfi lög þar að lútandi og að auka megi kröfur stjórnvöldum til handa í því augnamiði að gæta betur að jafnræði umsækjenda og tryggja þar með það réttaröryggi sem þeim er búið. Þar sem telja verður þörf á að betur sé gætt að jafnræði í lögum um auðlindir í jörðu í eigu ríkisins er lögð fram tillaga um bætt fyrirkomulag á úthlutun nýtingarréttar sem felur í sér auknar kröfur til stjórnvalda um úthlutun á nýtingarrétti svo sem með skyldu til auglýsingar á nýtingarrétti og með birtingu viðmiðana sem stuðst verði við sem og vægis þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  When granting licenses for prospecting, exploring and exploitation of state-owned resources in the ground and seabed, applicants are evaluated on the basis of the appropriate law by competent authorities. The accuracy of the criteria on which applicants are evaluated depends on which resources exploitation permits they are applying for and therefore on which acts they are based. According to the validity rule, the margin of appreciation, on which applicants are evaluated differs between the relevant acts, however, the larger the margin of appreciation the bigger the risk of the assessment-process not only depending on legitimate grounds.
  When more than one applicant applies for an exploitation and/or utilization license for state-owned resources in the ground and seabed, the principle of equality and rule of non-discrimination are especially in question. The question of this research was whether or not the principle is properly implemented in the corresponding acts. When considering the existence of the principle of equality in the different acts, concerning the granting of these licenses, it is clear that the difference is fairly large. Therefore it is necessary to make amendments to the relevant acts in order to increase and cohere the demands to which the competent authorities base their
  evaluation on.
  In light of the discordance of these acts, coordination is needed in order to ensure the equality of applicants. In that way more legal certainty is ensured to applicants. As to improve the contents of the acts in question, concerning the equality of applicants, an amendment would be appropriate. A proposition of such an amendment is made in this essay that includes improving requirements ensuring more transparency and equality in the decision-making process such as by publishing beforehand that licenses will be granted, by publishing the criteria used to evaluate applicants and their weight in the evaluation.

Samþykkt: 
 • 30.11.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/6969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa-Thorunn-Petursdottir_ML-2010.pdf783.44 kBLokaðurHeildartextiPDF