is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/6970

Titill: 
  • Framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010 : málsmeðferðarreglur
  • Titill er á ensku The Practice of placement of children outside their home in the years 1992-2010. Procedural rules
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er ætlunin að rannsaka framkvæmd vistunar barna utan heimilis á árunum 1992-2010. Samkvæmt eldri barnaverndarlögum nr. 58/1992 var það barnaverndarnefnd sem úrskurðaði um vistunina og hægt var að skjóta úrskurðinum til barnaverndarráðs sem tók lokaákvörðun í málinu. Samkvæmt núgildandi barnaverndarlögum nr. 80/2002 er það barnaverndarnefnd sem tekur ákvörðun um vistun í styttri tíma en tvo mánuði en ef talið er að vistunin þurfi að vara í lengri tíma þarf að fara með málið fyrir héraðsdóm.
    Ætlunin er að rannsaka hvernig málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hefur verið framfylgt í málum er varða tímabundna vistun barna utan heimilis sem og forsjársviptingar. Verður lögð áhersla á að skoða rannsóknarregluna, meðalhófsregluna og andmælaréttinn. Einnig hvort sjáanlegt sé að dómstólar geri ríkari kröfur í dag til barnaverndarnefnda um að fylgja eftir málsmeðferðarreglunum en áður.
    Við skoðunina verða úrskurðir barnaverndarráðs á árunum 1992-2002 skoðaðir sem og allir héraðsdómar og Hæstaréttardómar á árunum 2002-2010 ásamt tveimur dómum frá árunum 1992-2002.
    Rannsóknin leiddi í ljós að reglurnar eru að jafnaði virtar eins og lög gera ráð fyrir, undantekningarnar eru fáar. Mesta áherslan virðist vera lögð á meðalhófsregluna. Aldur þeirra barna sem fá að tjá sig hefur almennt séð lækkað með tímanum og er nú að jafnaði miðað við að barnið sé tíu ára gamalt þó með nokkrum undantekningum. Dómstólar eru farnir að gera meiri kröfur til þess að börn fái að tjá sig sem sjá má á tveimur málum Hæstaréttar þar sem hann ómerkti úrskurð héraðsdóms vegna þess að afstaða barnsins lá ekki fyrir áður en úrskurður gekk.
    Í heildina litið eru því barnaverndarnefndir að fara eftir þeim reglum sem þeim eru settar sem oftast leiðir til þess að rétt niðurstaða fæst í málum sem til meðferðar eru.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this essay is to examine the practice of placement of children outside their home and the deprivation of custody in the years 1992-2010. According to the Child Protection Act no. 58/1992 a child protection committee ruled in these cases and parents could appeal the ruling to the Child Protection Board which made a final ruling. According to the Child Protection Art no. 80/2002 the child protection committee rules on placing children outside their home for up to two months but has to go to court for a placement for a longer period.
    Procedural rules which the Child Protection Art stipulates and how they have been followed by the child protection committees will be examined, specially the rule of investigation, the rule on applying the minimum measures and the right of response. The purpose is also to examine if the courts are making stronger requirements on the child protection committee to follow those procedural rules. The rulings of the Child Protection Board and judgments will be examined from the years 1992-2002 and also judgments of the district court and the Supreme Court in the years 2002-2010.
    The examination revealed that the above-mentioned rules are in general followed as the law expects, with few exceptions. It seems like the biggest emphasis is on the rule on applying the minimum measures. The age of children who get to express their view seems to be getting lower and is now about ten years. The courts are making stronger requirements for the children to express themselves which can be seen in two judgments of the Supreme Court where it annulled the ruling of the district judge because the child hadn´t expressed its view.
    Overall the child protection committees are following the above-mentioned rules which lead to the right conclusion.

Samþykkt: 
  • 30.11.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6970


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Iris-Erlingsdottir_ML-2010.pdf763.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna